Umhverfisráðuneyti

478/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 933/1999 um hávaða. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

478/2003

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 933/1999 um hávaða.

1. gr.

Í stað orðanna: "Hollustuverndar ríkisins" í 1. mgr. 3. gr. og hvarvetna annars staðar í reglugerðinni kemur (í viðeigandi beygingarfalli): Umhverfisstofnun.


2. gr.

1. tölul. 6. gr. orðast svo:
Forráðamönnum fyrirtækja og stofnana er skylt að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir heilsuspillandi hávaða og óþægindi af völdum hávaða.


3. gr.

Á eftir 6. gr. reglugerðarinnar koma þrjár nýjar greinar og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því. Hinar nýju greinar orðast svo:

a. (7. gr.)
Þegar meta skal heilsuspillandi áhrif hávaða, skal sérstaklega hafa í huga:
a. Styrk hávaðans mældan í decibel(A).
b. Tónhæð hávaðans.
c. Hvort hávaðinn er stöðugur eða breytilegur.
d. Daglega tímalengd hávaðans.
e. Tíma sólarhringsins er hávaðinn varir.
f. Heildartímabil sem ætla má að hávaðinn vari (dagar, vikur).

Líta ber á 85 decibel(A) sem hámark leyfilegs viðvarandi hávaða, en þó ber að meta hvert tilvik í samræmi við 1. mgr.

Heilbrigðisnefnd getur krafist sérstaks útbúnaðar á veitinga- og samkomuhúsum til að fyrirbyggja að gestir verði fyrir óþægindum/heyrnarskaða af völdum hávaða.


4. gr.

b. (8. gr.)
Heilbrigðisnefnd getur bannað mjög hávaðasömum flutninga- og farartækjum umferð um tilteknar götur í íbúðahverfum og í nágrenni sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana að kvöldlagi, um nætur eða allan sólarhringinn eftir atvikum.

Heilbrigðisnefnd getur gefið fyrirmæli varðandi hljómflutningstæki og önnur tæki á almannafæri, sem valdið geta hávaða og ónæði.


5. gr.

c. (9. gr.)
Flugvelli má ekki staðsetja eða breyta þeim þannig, að heilsuspillandi hávaði hljótist af eða truflun á einkalífi manna, vinnufriði eða næturró.

Sérstakt tillit ber hér að taka til sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana.

Bannað er að byggja íbúðarhús í nágrenni flugvalla í aðflugsstefnu flugbrauta þar sem hætta er á slysum og að hávaði fari yfir leyfileg mörk.

Sveitarstjórn getur, að fengnum tillögum heilbrigðisnefndar, takmarkað flugtök og lendingar flugvéla við ákveðna tíma sólarhrings á flugvöllum nálægt byggð og bannað alveg lendingar og flugtök þeirra flugvélagerða, sem eru sérstaklega hávaðasamar.

Við flugvelli skulu gilda hávaðatakmarkanir vegna flugumferðar og sé flugi jafnan hagað svo að sem minnstri truflun valdi íbúum nærliggjandi byggða.


6. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 5. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.


Umhverfisráðuneytinu, 24. júní 2003.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica