Umhverfisráðuneyti

463/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð um snyrtivörur nr. 776/1998. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

463/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um snyrtivörur nr. 776/1998.

1. gr.

f) liður 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

f) Efni eða efnablöndur sem prófuð hafa verið á dýrum. Ákvæði þetta tekur gildi 30. júní 2002.


2. gr.
2. mg. 25. gr. orðast svo:
Einnig er höfð hliðsjón af ákvæðum 1. til 8. tl., XVI. kafla, II. viðauka, samningsins um Evrópskt efnahagssvæði (tilskipun 76/768/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna um snyrtivörur, ásamt breytingum í tilskipunum 79/661/EBE, 82/147/EBE, 82/368/EBE, 83/191/EBE, 83/341/EBE, 83/496/EBE, 83/574/EBE, 84/415/EBE, 85/391/EBE, 86/179/EBE, 86/199/EBE, 87/137/EBE, 88/233/EBE, 88/667/EBE, 89/174/EBE, 89/679/EBE, 90/121/EBE, 91/184/EBE, 92/8/EBE, 92/86/EBE, 93/35/EBE, 93/47/EBE, 94/32/EB, 95/17/EB, 95/34/EB, 96/41/EB, 97/1/EB, 97/18/EB, 97/45/EB, 98/16/EB 98/62/EB, 2000/6/EB, 2000/11/EB og 2000/41/EB svo og tilskipun 80/1335/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi nauðsynlegar greiningaraðferðir til eftirlits með samsetningu snyrtivara, ásamt breytingum í tilskipunum 87/143/EBE, 82/434/EBE, 90/207/EBE, 83/514/EBE, 85/490/EBE, 93/73/EBE, 95/32/EB og 96/45/EB).


3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir og lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni eins og þeim var breytt með lögum nr. 42/2001.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.


Umhverfisráðuneytinu, 14. júní 2001.

Siv Friðleifsdóttir.
Ingimar Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica