Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Breytingareglugerð

457/2017

Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast 11 nýir töluliðir, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/950 frá 15. júní 2016 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011 að því er varðar framlengingu á samþykkistímabilum fyrir virku efnin 2,4-DB, betasýflútrín, karfentrasónetýl, Coniothyrium minitans af stofni CON/M/91-08 (DSM 9660), sýasófamíð, deltametrín, dímetenamíð-P, etófúmesat, fenamídón, flúfenaset, flúrtamón, foramsúlfúrón, fosþíasat, ímasamox, joðsúlfúrón, ípródíón, ísoxaflútól, línúrón, malínhýdrasíð, mesótríón, oxasúlfúrón, pendímetalín, píkoxýstróbín, silþíófam og trífloxýstróbín sem vísað er til í tl. 13a, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2017, þann 17. mars 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 24 frá 20. apríl 2017, bls. 611-613.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/952 frá 15. júní 2016 um samþykki fyrir áhættulitla virka efninu Saccharomyces cerevisiae af stofni LAS02, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011 sem vísað er til í tl. 13a og 13zzzzzzo, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2017, þann 17. mars 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 24 frá 20. apríl 2017, bls. 614-617.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1424 frá 25. ágúst 2016 um endurnýjun á samþykki fyrir virka efninu þífensúlfúrónmetýli, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011 sem vísað er til í tl. 13a og 13zzzzzzp, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2017, þann 17. mars 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 24 frá 20. apríl 2017, bls. 618-622.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1429 frá 26. ágúst 2016 um samþykki fyrir virka efninu Bacillus amyloliquefaciens af stofni MBI 600, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011 sem vísað er til í tl. 13a og 13zzzzzzq, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2017, þann 17. mars 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 24 frá 20. apríl 2017, bls. 623-627.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1056 frá 29. júní 2016 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011 að því er varðar framlengingu á samþykkistímabili fyrir virka efnið glýfosat sem vísað er til í tl. 13a, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 30/2017, þann 3. febrúar 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 16. mars 2017, bls. 332-334.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1313 frá 1. ágúst 2016 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011 að því er varðar skilyrði fyrir samþykki fyrir virka efninu glýfosati sem vísað er til í tl. 13a og 13zzzzzzo, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 30/2017, þann 3. febrúar 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 16. mars 2017, bls. 335-337.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1414 frá 24. ágúst 2016 um samþykki fyrir virka efninu sýantranilípróli í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011 sem vísað er til í tl. 13a og 13zzzzzzk, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 30/2017, þann 3. febrúar 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 16. mars 2017, bls. 338-341.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1423 frá 25. ágúst 2016 um endurnýjun á samþykki fyrir virka efninu píkólínafeni í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011 sem vísað er til í tl. 13a og 13zzzzzzl, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 30/2017, þann 3. febrúar 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 16. mars 2017, bls. 342-346.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1425 frá 25. ágúst 2016 um samþykki fyrir virka efninu ísófetamíði í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011 sem vísað er til í tl. 13a og 13zzzzzzm, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 30/2017, þann 3. febrúar 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 16. mars 2017, bls. 347-350.
  10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1426 frá 25. ágúst 2016 um endurnýjun á samþykki fyrir virka efninu etófúmesati í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011 sem vísað er til í tl. 13a og 13zzzzzzn, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 30/2017, þann 3. febrúar 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 16. mars 2017, bls. 351-355.
  11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1978 frá 11. nóvember 2016 um samþykki fyrir grunnefninu sólblómaolíu, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011 sem vísað er til í tl. 13a og 13zzzzzzr, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 56/2017, þann 17. mars 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31 frá 18. maí 2017, bls. 101-103.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/950 frá 15. júní 2016 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011 að því er varðar framlengingu á samþykkistímabilum fyrir virku efnin 2,4-DB, betasýflútrín, karfentrasónetýl, Coniothyrium minitans af stofni CON/M/91-08 (DSM 9660), sýasófamíð, deltametrín, dímetenamíð-P, etófúmesat, fenamídón, flúfenaset, flúrtamón, foramsúlfúrón, fosþíasat, ímasamox, joðsúlfúrón, ípródíón, ísoxaflútól, línúrón, malínhýdrasíð, mesótríón, oxasúlfúrón, pendímetalín, píkoxýstróbín, silþíófam og trífloxýstróbín.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/952 frá 15. júní 2016 um samþykki fyrir áhættulitla virka efninu Saccharomyces cerevisiae af stofni LAS02, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1424 frá 25. ágúst 2016 um endurnýjun á samþykki fyrir virka efninu þífensúlfúrónmetýli, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1429 frá 26. ágúst 2016 um samþykki fyrir virka efninu Bacillus amyloliquefaciens af stofni MBI 600, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1056 frá 29. júní 2016 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011 að því er varðar framlengingu á samþykkistímabili fyrir virka efnið glýfosat.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1313 frá 1. ágúst 2016 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011 að því er varðar skilyrði fyrir samþykki fyrir virka efninu glýfosati.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1414 frá 24. ágúst 2016 um samþykki fyrir virka efninu sýantranilípróli í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1423 frá 25. ágúst 2016 um endurnýjun á samþykki fyrir virka efninu píkólínafeni í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1425 frá 25. ágúst 2016 um samþykki fyrir virka efninu ísófetamíði í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011.
  10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1426 frá 25. ágúst 2016 um endurnýjun á samþykki fyrir virka efninu etófúmesati í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011.
  11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1978 frá 11. nóvember 2016 um samþykki fyrir grunnefninu sólblómaolíu, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 3. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 24. maí 2017.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.