Heilbrigðisráðuneyti

447/2009

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 785/2007 um heilbrigðisumdæmi. - Brottfallin

1. gr.

9. gr. orðast svo:

Heilbrigðisstofnanir í umdæmi.

Heilbrigðisstofnun Vesturlands veitir almenna heilbrigðisþjónustu, þ.e. heilsugæslu, almenna sjúkrahúsþjónustu og hjúkrunarþjónustu, í heilbrigðisumdæmi Vesturlands að því marki sem sveitarfélögum eða öðrum aðilum hefur ekki verið falið að veita þjónustuna samkvæmt lögum eða með samningum við ríkið, sbr. ákvæði VII. kafla laga um heil­brigðis­þjónustu.

2. gr.

Ákvæði reglugerðar þessarar, sem kemur í stað 1. gr. reglugerðar nr. 1084/2008 og sett er með stoð í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr., sbr. 2. mgr. 6. gr., laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2010.

Heilbrigðisráðuneytinu, 24. apríl 2009.

Ögmundur Jónasson.

Berglind Ásgeirsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica