Velferðarráðuneyti

445/2016

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 207/2010 um gjald fyrir dvöl á sjúkrahóteli. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "kr. 1.200 á dag" í 1. mgr. 1. tölul. kemur: 1.440 kr. á dag.
  2. Í stað orðanna "kr. 18.000 á dag" í 2. málsl. 1. mgr. 2. tölul. kemur: 19.900 kr. á dag á tímabilinu janúar til og með apríl svo og september til og með desember og 25.870 kr. á tímabilinu maí til og með ágúst.
  3. Orðin "nr. 1079/2009" í 1. málsl. 2. mgr. 2. tölul. falla brott.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 8. tölul. 1. mgr. og 3. mgr. 29. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 26. maí 2016.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Vilborg Ingólfsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica