Samgönguráðuneyti

445/1996

Reglugerð um notkun og bann við notkun tiltekinna efna í málningu, lökkum og viðarvörn. - Brottfallin

 

 

 

REGLUGERÐ

um notkun og bann við notkun tiltekinna efna

 

1. gr.

Reglugerð þessi er sett til þess að takmarka notkun tiltekinna efna og efnasambanda sem geta verið hættuleg heilsu manna og/eða umhverfinu.

 

2. gr.

Óheimilt er að flytja inn, selja eða nota málningavörur eða lökk sem innihalda eftirtalin efni, sbr. þó ákvæði 5. gr.:

Blýkarbónöt;

- PbCO3                

CAS nr.1)

                598-63-0

- 2 PbCO3Pb(OH)2              

CAS nr.

                1319-46-6

Blýsúlföt;

- PbSO4

CAS nr. 

7446-14-2

- PbxSO4               

CAS nr. 

15739-80-7

Kadmíum og efnasambönd þess.

-               Ef málning inniheldur mikið sink skal styrkur kadmíumleyfa vera eins lítill og kostur er og ekki undir neinum kringumstæðum meiri en 0,1% miðað við þyngd.

 

3. gr.

Óheimilt er að nota eftirtalin efni í efnablöndur sem ætlaðar eru til notkunar sem viðarvörn, sbr. þó ákvæði 6. gr.;

- kvikasilfurssambönd

- arsensambönd

 

4. gr.

Óheimilt er að nota við, sem meðhöndlaður hefur verið með pentaklórfenóli, inni í byggingum hvort sem um er að ræða íbúðarhús, sumarhús eða vinnustað. Slíkan við er einnig óheimilt að nota í ílát sem ætluð eru til ræktunar eða við framleiðslu á umbúðum, sem geta komist í snertingu við afurðir eða vörur sem ætlaðar eru til neyslu manna eða dýra.

 

5. gr.

Umhverfisráðherra er heimilt að veita undanþágu frá ákvörðun 2. gr. varðandi málningu sem inniheldur blýkarbónöt eða blýsúlföt. Undanþága skal vera í samræmi við samþykkt alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) nr. 13., um notkun hvíts blýs og blýsúlfata í málningu, ef slíkt er talið nauðsynlegt vegna endurbyggingar og viðhalds á listmunum.

 

1) CAS nr.: Chemical Abstract Service - Alþjóðleg númer efna og efnasambanda.

6. gr.

Bann við notkun arsensambanda í viðarvörn tekur ekki til notkunnar ólífrænna saltlausna (kopar-króm-arsen) í iðnfyrirtækjum sem búin eru sérstökum tækjabúnaði þar sem notaður er þrýstingur eða lofttæmi til að gegndreypa viðinn.

 

7. gr.

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, hefur eftirlit með framkvæmd þessarar reglugerðar að öðru leyti en því sem fellur undir lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

 

8. gr.

Um mál, er rísa kunna út af brotum á reglum þessum, fer að hætti opinberra mála. Um refsingar fer samkvæmt 26. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni.

 

9. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni og 3. gr. laga nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, og í samræmi við 4. tl., XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, tilskipun 76/769/ EBE, um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi takmörkun á sölu og notkun tiltekinna skaðlegra efna og efnablandna ásamt breytingum í tilskipunum 89/677/EBE, 91/173/EBE og 91/338/EBE.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

 

Umhverfisráðuneytinu, 6. ágúst 1996.

 

Guðmundur Bjarnason.

Magnús Jóhannesson.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica