Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Breytingareglugerð

424/1987

Reglugerð um breytingu á reglugerð um dráttarvélar og hlífðarbúnað við aflflutning frá þeim nr. 153 10. mars 1986.

1. gr.

2. töluliður 45. gr. orðist svo:

45.2 Viðgerðir á burðarhlutum í öryggishúsum og öryggisgrindum mega þeir einir framkvæma sem til slíkra starfa hafa viðurkennd réttindi.

2. gr.

Við 1. tölulið 49. gr. (49.1) bætist:

Sé um að ræða dráttarvél sem notuð er í öðrum atvinnugreinum en landbúnaði má með sama hætti áfrýja úrskurðum til stjórnar Vinnueftirlits ríkisins.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, tekur þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytið, 8. september 1987.

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Óskar Hallgrímsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.