Menntamálaráðuneyti

421/1991

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 105/1990 um framhaldsskóla með áorðnum breytingum skv. reglugerð nr. 23/1991. - Brottfallin

1. gr.

14. gr. orðist svo:

Í ráðgjafarnefndum, sem skipaðar eru skv. 27. gr. laganna til að stuðla að samráði atvinnulífs og menntamálaráðuneytis, skulu sitja fulltrúar tilnefndir af samtökum vinnumarkaðarins þar sem a.m.k. einn skal vera úr samtökum kennara og hinir frá stofnunum sem tengjast viðkomandi sviði skv. nánari ákvörðun menntamálaráðuneytisins.

Menntamálaráðherra ákveður fjölda fulltrúa í ráðgjafarnefndum og skipar formann án tilnefningar.

Ráðgjafarnefndirnar skulu gera tillögur um stefnu, skipulag fræðslu og námsbrautir í viðkomandi starfsgreinum.

Menntamálaráðuneytið setur ráðgjafarnefndum erindisbréf.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. lögum nr. 57/1988 um framhaldsskóla sbr. breyting með lögum nr. 72/1989 og öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytið, 20. ágúst 1991.

Ólafur G. Einarsson.

Sólrún Jensdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica