Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

412/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 196, 19. febrúar 2009, um hrognkelsaveiðar. - Brottfallin

1. gr.

1. og 2. mgr. 6. gr. orðist svo:

Grásleppuveiðileyfi hvers báts skal gefið út til 62 samfelldra daga og skal bundið við ákveðið veiðisvæði og veiðitímabil:

A:

Faxaflói, frá línu réttvísandi vestur frá Garðskagavita að línu réttvísandi vestur frá Drit­víkur­flögum.

Innan veiðitímabilsins 10. mars til 5. júlí.

B:

Breiðafjörður, svæði 1 frá línu réttvísandi vestur frá Dritvíkurflögum að línu rétt­vísandi vestur frá Bjargtöngum.

Innan veiðitímabilsins 10. mars til 5. júlí.

Breiðafjörður, svæði 2 innan línu sem dregin er úr Krossnesvita vestan Grundar­fjarðar í Lambanes vestan Vatnsfjarðar.

Innan veiðitímabilsins 20. maí til 12. ágúst.

C:

Vestfirðir, frá línu réttvísandi vestur frá Bjargtöngum að línu réttvísandi norður frá Horni.

Innan veiðitímabilsins 10. mars til 5. júlí.

D:

Húnaflói, frá línu réttvísandi norður frá Horni að línu réttvísandi norður frá Skagatá.

Innan veiðitímabilsins 10. mars til 5. júlí.

E:

Norðurland, frá línu réttvísandi norður frá Skagatá að línu réttvísandi austur frá Fonti á Langanesi.

Innan veiðitímabilsins 10. mars til 5. júlí.

F:

Austurland, frá línu réttvísandi austur frá Fonti á Langanesi að línu réttvísandi austur frá Hvítingum.

Innan veiðitímabilsins 10. mars til 5. júlí.

G:

Suðurland, frá línu réttvísandi austur frá Hvítingum að línu réttvísandi vestur frá Garðskagavita.

Innan veiðitímabilsins 1. mars til 25. júní.


Umsækjandi um grásleppuveiðileyfi skal í umsókn greina hvenær hann muni hefja grásleppu­veiðar með lagningu neta. Skal gildistími hvers leyfis vera 62 dagar frá þeim tíma. Hver bátur getur einungis haft eitt grásleppuveiðileyfi á hverri grásleppuvertíð.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiði­landhelgi Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftir­breytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 29. apríl 2009.

F. h. r.
Kristján Freyr Helgason.

Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica