Menntamálaráðuneyti

410/1986

Reglugerð fyrir Stofnun Sigurðar Nordals - Brottfallin

REGLUGERÐ

fyrir Stofnun Sigurðar Nordals

 

1. gr.

Á vegum Háskóla Íslands starfar menntastofnun sem ber heitið Stofnun Sigurðar Nordals.

 

2. gr.

Hlutverk stofnunarinnar skal vera að efla hvarvetna í heiminum rannsóknir og kynningu á íslenskri menningu að forms og nýju og tengsl íslenskra og erlendra fræðimanna á því sviði.

 

3. gr.

Hlutverki sínu gegnir stofnunin einkum með því að:

1. Afla gagna um rannsóknir tengdar íslenskri menningu sem stundaðar eru í heiminum; 2. Bjóða erlendum fræðimönnum til Íslands til að kynna rannsóknir sínar, afla gagna til þeirra eða til að stunda rannsóknir. Slík heimboð skulu að jafnaði ákveðin í samvinnu við háskóladeildir og rannsóknastofnanir á þeim sviðum sem við eiga eða að frumkvæði þeirra;

3. Gangast fyrir ráðstefnum, umræðufundum, námskeiðum og fyrirlestrum um íslenska menningu;

4. Styðja eða stands fyrir útgáfu rita um íslenska menningu, þ. á m. til að kynna íslensk vísindarit um þau efni á erlendum vettvangi;

5. Hafa forgöngu um kennslu í íslensku og íslenskum fræðum erlendis í samvinnu við aðila innan háskólans sem utan og annast þjónustu við íslenska sendikennara;

6. Styrkja íslenska fræðimenn til að fara til annarra lands í því skyni að stunda rannsóknir í fræðum sínum eða kynná þau;

7. Hafa samvinnu við erlenda aðila, einkum á Norðurlöndum, um hver þau verkefni sem falls undir hlutverk stofnunarinnar.

 

4. gr.

Stjórn stofnunarinnar skal skipuð þremur mönnum.

Heimspekideild kýs einn stjórnarmanna, háskólaráð kýs annan, en menntamálaráðherra skipar hinn þriðja og skal harm vera formaður stjórnar. Stjórnin skal skipuð til þriggja ára í senn.

Stjórnin ræður starfslið stofnunarinnar og forstöðumann eftir því sem heimildir á fjárlögum leyfa að fenginni umsögn heimspekideildar.

 

5. gr.

Rekstur stofnunarinnar er greiddur of ríkisfé samkvæmt því sem vein er á fjárlögum. Aðrar tekjur eru:

a) Styrkir til einstakra verkefna.

b) Greiðslur fyrir umbeðin verkefni.

c) Tekjur of útgáfu, námskeiðum, ráðstefnum eða annarri starfsemi.

d) Gjafir og aðrar tekjur er stofnuninni kunna að berast.

Stofnunin skal hafa sjálfstæðan fjárhag óháðan öðrum stofnunum eða deildum háskólans, og skal reikningshaldið vera hluti of heildarreikningum háskólans.

 

6. gr.

Menntamálaráðuneytið sér stofnuninni fyrir húsnæði og annarri starfsaðstöðu.

 

7. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 36. gr. sbr. 9. gr. laga nr. 77/1979 um Háskóla Íslands, og öðlast þegar gildi.

 

Menntamálaráðuneytið, 14. September 1986.

 

Sverrir Hermannsson.

Knútur Hallsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica