Menntamálaráðuneyti

352/1977

Reglugerð fyrir Íþróttamiðstöð Vestmanneyja - Brottfallin

1. gr.

       Íþróttamiðstöðin er í Vestmannaeyjakaupstað og heitir Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja.

 

2. gr.

       Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja er að hluta skólamannvirki en að öðru leyti íþróttamannvirki kaupstaðarins.

 

3. gr.

       Íþróttamiðstöðin er á ábyrgð bæjarstjórnar Vestmannaeyja en er falin þriggja manna húsnefnd sem er þannig skipuð: tveir frá bæjarstjórn Vestmannakaupstaðar og einn frá fræðsluráði Vestmannaeyja. Varamenn eru kosnir af sömu aðilum.

Nefndin skipti sjálf með sér verkum og færi gjörðabók um störf sín sem skal lögð fyrir bæjarstjórn.

 

4. gr.

       Starfssvið húsnefndar skal vera:

a)    að setja reglur um umgengni í húsinu

b)       raða niður afnotum af húsinu. Forgangsrétt um afnot njóti skólar bæjarins á kennsludögum frá kl. 8 00 til kl. 18.00, því næst viðurkennd íþróttafélög bæjarins og þá almenningur. Þeg,ar ganga skal frá niðurröðun á afnotum hússins þá skulu skólastjórar skóla bæjarfélagsins boðaðir á fundinn. Ef formaður Íþróttabandalags Vestmannaeyja á ekki sæti í húsnefndinni þá skal hann einnig boðaður á slíkan fund

c)       ákveða afnotagjöld

d)       ráða starfsfólk og setja því starfsreglur

e)       gera tillögur um viðhald hússins, áhöld þess og öflun tækja

f)        gera árlega áætlun um fjárþörf rekstrarins og skila henni svo snemma að hún liggi fyrir þegar unnið er að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs

g)       sjá um að fjárhagsáætlun fyrir Íþróttamiðstöðina sé fylgt.

       Íþróttamiðstöðvarnefndin eða forstöðumaður skulu gæta þess við skipulagningu afnota skóla og leiguafnot íþróttafélaga og almennings að nýting hússins verði sem virkust, afkastamest og samfelldust svo að sem mestur fjöldi iðkenda geti notið íþrótta og baða.

       Við afnot og útlán leggi þeir til grundvallar skiptingu salar, búnings- og baðklefa í þriðjung af heildarrými. Við ákvörðun leigugjalds og kostnaðarskiptingu vegna skólaafnota, sem og annarra afnota sé til viðmiðunar sem eining þriðjungur heildarrýmis og tilheyrandi húsrými.

 

5. gr.

       Greiðslur á kostnaði við rekstur hússins fari fram í skrifstofu bæjarsjóðs, svo og bókhald. Engir reikningar greiðist nema torstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar hafi staðfest þá.

 

6. gr.

       Rekstrarárið er almannaltsárið og skal rekstrarreikningur Íþróttamiðstöðvarinnar birtur með ársreikningum bæjarsjóðs og endurskoðast af endurskoðendum hans.

 

7. gr.

       Rísi ágreiningur um skilning á ákvæðum þessara reglugerðar sker menntamálaráðuneytið úr.

 

8. gr.

       Reglugerð þessi er staðfest samkvæmt 10. gr. íþróttalaga nr. 49 7. apríl 1956, sbr. 29. gr. laga um grunnskóla nr. 63/1974 og öðlast þegar gildi.

 

Í menntamálaráðuneytinu, 30. september 1977.

 

Vilhjálmur Hjálmarsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica