Velferðarráðuneyti

343/2016

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1077/2006 um ávísanir tannlækna á lyf. - Brottfallin

1. gr.

Lyf, sem tannlæknar mega ávísa sjúklingum.

Á eftir B03 Blóðskortslyf, í 2. tl. 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr ATC-flokkur: B 05 BB 01 Elktrólýtar. Á eftir V 03 AB, í 2. tl. 2. mgr. 2. gr. bætist nýr ATC-flokkur: V 07 AB leysi- og þynningarvökvar.

2. gr.

Undanþágur.

4. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Ráðuneytið getur veitt tannlækni með sérfræðileyfi eða sér­þekkingu og reynslu, undanþágu til að ávísa lyfjum, öðrum en þeim sem tilgreind eru í þessari reglugerð að fenginni umsögn landlæknis og Lyfjastofnunar.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 12. og 50. gr. lyfjalaga, nr. 93/1994, með síðari breyt­ingum, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 11. apríl 2016.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Margrét Björnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica