Umhverfisráðuneyti

340/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð, nr. 750/2008, um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni („REACH“). - Brottfallin

1. gr.

Við 2. gr. bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

Upplýsinga um eðliseiginleika efna skal aflað í samræmi við 13. gr. reglugerðar (EB) nr. 1907/2006.

Efni sem eru markaðssett skulu vera pökkuð og merkt í samræmi við ákvæði reglu­gerðar um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vöru­tegunda, sem innihalda slík efni, nr. 236/1990 og í samræmi við upplýsingar sem fást við beitingu ákvæða 12. og 13. greinar reglugerðar (EB) nr. 1907/2006.

2. gr.

Við 9. gr. bætist eftirfarandi málsgrein, svohljóðandi:

Reglugerð þessi er ennfremur sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2006/121/EB sem breytir tilskipun ráðsins nr. 67/548/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna, til að aðlaga hana reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir, að því er varðar efni (REACH) og stofnun Efnastofnunar Evrópu, sem vísað er til í 1. tl., XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 25/2008, þann 5. júní 2008.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 45/2008 um efni og efna­blöndur.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 17. mars 2009.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica