Samgönguráðuneyti

336/1995

Reglugerð um gagnkvæma viðurkenningu á flugstarfaskírteinum sem gefin eru út á Evrópska efnahagssvæðinu. - Brottfallin

1. gr.

Tilskipun ráðsins nr. 91/670/EBE um gagnkvæma viðurkenningu á flugstarfaskírteinum, sem vísað er til í 68.a tölulið XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið skal gilda hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af viðaukanum, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans svo og þeirri aðlögun sem leiðir af ákvæðum 2.-4. gr reglugerðar þessarar.

Tilskipun ráðsins nr. 91/670/EBE, hér eftir nefnd tilskipunin, er birt sem viðauki við reglugerð þessa.

2. gr.

Þegar eftirfarandi orð og orðasambönd eru notuð í tilskipuninni hafa þau merkingu þá sem hér segir:

Aðildarríki: Sérhvert aðildarríki Evrópusambandsins eða Evrópska efnahagssvæðisins.

Framkvæmdastjórnin: Eftirlitsstofnun EFTA.

3. gr.

Flugmálastjórn Íslands er lögbært yfirvald á Íslandi þegar beita skal 3., 4. og 6. gr. tilskipunarinnar.

4. gr.

Skírteini sem gefin eru út í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð eru viðurkennd skírteini á Íslandi í samræmi við 2. gr. d í tilskipuninni.

Skírteini sem ekki falla undir 1. mgr. þessarar greinar hljóta viðurkenningu og málsmeðferð á Íslandi á grundvellli 1. tl. 3. gr. 4. og 6. gr. tilskipunarinnar.

Umsóknir um skírteini samkvæmt reglugerð þessari skulu sendar til Flugmálastjórnar Íslands, Reykjavíkurflugvelli, 150 Reykjavík, Ísland.

5. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum um loftferðir nr. 34/1964 staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytið, 24. maí 1995.

Halldór Blöndal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica