Fara beint í efnið

Prentað þann 19. apríl 2024

Stofnreglugerð

322/1985

Reglugerð um notendabúnað til tengingar við hið opinbera fjarskiptakerfi

I. KAFLI Gildissvið og orðaskýringar.

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um notendabúnað sem einstaklingar og fyrirtæki smíða, flytja til landsins, selja, leigja eða dreifa á annan hátt, gera við, breyta eða setja upp.

2. gr.

Í reglugerð þessari merkir:

Notendabúnaður: Hvers konar tæki innan húsrýmis eða starfsstöðvar notenda, svo og tækjahlutir og leiðslur sem tengdar eru hinu opinbera fjarskiptakerfi.

Starfsstöð: Farartæki. Ein eða fleiri byggingar, s. s. stofnun, fyrirtæki, skólar o. s. frv., innan sömu lóðar.

CEPT: Comité Européenne de P&T, Genf. Evrópuráð pósts og síma.

ECMA: European Computer Manifactures Association, Genf. Evrópusamtök tölvuframleiðenda.

ISO: International Telecommunication Union, Genf. Alþjóðafjarskiptasambandið.

II. KAFLI Tæknikröfur til notendabúnaðar.

3. gr.

Notendabúnaður sem fluttur er inn til landsins eða framleiddur hér á landi skal uppfylla þær kröfur, sem Póst- og símamálastofnun setur um eiginleíka slíkra tækja, enda séu kröfur þessar í samræmi við íslensk lög og reglugerðir og samþykktir Evrópuráðs pósts og síma (CEPT), Evrópusamtaka tölvuframleiðenda (ECMA), Alþjóðastaðalnefndarinnar, (ISO) eða Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU), eins og við á hverju sinni.

Fyrrnefnd gögn skulu liggja frammi í aðgengilegu formi til aflestrar hjá Póst- og símamálastofnun og jafnframt skal vera unnt að fá afrit of þeim gegn hæfilegu gjaldi. Starfsmenn Póst- og símamálastofnunar skulu, sé þess óskað, veita innflytjendum og

framleiðendum nánari upplýsingar um tæknikröfur samkvæmt 1. mgr.

III. KAFLI Skyldur innflytjenda og framleiðenda.

4. gr.

Búnaður skal greinilega merktur nafni framleiðenda, gerð og framleiðslunúmeri eða framleiðslutíma. Þar að auki skal framleiðanda eða innflytjanda skylt, sé þess óskað of hálfu Póst- og símamálastofnunar, að setja á hvern búnað, límmiða með upplýsingum frá henni í sambandi við viðurkenningu búnaðarins.

5. gr.

Innflytjandi eða innlendur framleiðandi skal ábyrgjast viðhaldsþjónustu fyrir þann búnað, sem harm flytur inn eða framleiðir. Í þessum tilgangi skal harm ávallt hafa í þjónustu sinni starfsfólk með tilskilin réttindi, sem nánar eru skilgreind í VII. kafla reglugerðar þessarar eða gera skriflegan samning við þjónustufyrirtæki, sem hefur slíku starfsfólki á að skipa. Innflytjandi eða innlendur framleiðandi skal upplýsa að viðhaldsaðilar hafi starfsaðstöðu og þau sérhæfðu mælitæki, sem nauðsynleg eru til þess að halda við hinum ýmsu tegundum fjarskiptabúnaðar.

IV. KAFLI Viðurkenning Póst- og símamálastofnunar á notendabúnaði.

6. gr.

Póst- og símamálastofnun skal veita viðurkenningu þeim búnaði sem fluttur er inn eða framleiddur til einkanota, sem fullnægir ákvæðum laga og reglna um tæknibúnað, sbr. 3. gr.

7. gr.

Innflytjandi eða framleiðandi sem óskar viðurkenningar Póst- og símamálastofnunar á notendabúnaði skal skila umsókn þar að lútandi á eyðublaði sem stofnunin lætur í té.

8. gr.

Sé orka frá rafveitu nauðsynleg til notkunar á búnaðinum skal samþykki Rafmagnseftirlits ríkisins liggja fyrir. Póst- og símamálastofnun mun leita eftir þessu samþykki fyrir umsóknaraðila en ef umsókn er synjað verður viðkomandi að sækja sjálfur má1 sitt gagnvart Rafmagnseftirliti ríkisins.

Um hluti sem prófaðir eru of Rafmagnseftirliti ríkisins, samkvæmt framansögðu, fer eftir ákvæðum reglugerða Rafmagnseftirlitsins um eftirlit með rafföngum.

9. gr.

Áður en notendabúnaður er fluttur inn skal innflytjandi leggja fram tæknilýsingu, tengingateikningu og notkunarreglur með notendabúnaði. Tæknilýsing skal tilgreina alla starfsemi búnaðarins með hliðsjón of teikningum. Í tæknilýsingunni skal vera upptalning á öllum tæknilegum eiginleikum tækisins sem framleiðandi ábyrgist ásamt fráviki frá þeim. Ef mælingaskýrslur rannsókna (prófana) fyrir tækið liggja fyrir frá framleiðanda eða öðrum skulu þær fylgja ofangreindum gögnum.

Yfirlýsing Póst- og símamálastofnunar á grundvelli gagna skv. 1. mgr. um að búnaðurinn eða hlutar hans uppfylli þær tæknikröfur sem um harm gilda skal vent innan tveggja vikna frá móttöku umsóknar.

Áður en vent er endanleg viðurkenning skal afhenda búnað eða veita aðgang að búnaði til tegundaprófunar. Ennfremur skal leggja fram teikningu yfir straumrásir notendabúnaðar.

Þegar um er að ræða flókin rafeindatæki er Póst- og símamálastofnun áskilinn lengri frestur, þó ekki lengri en sex mánuðir.

Póst- og símamálastofnun ber ekki ábyrgð á bilunum sem kunna að vera á búnaði við prófun.

Ákvæði 1. og 2. mgr. skulu gilda um innlenda framleiðendur eftir því sem við á.

10. gr.

Ef gögnum, samkvæmt 9. gr., fylgir vottorð frá viðurkenndri mælinga- eða prófunarstofnun á hinum Norðurlöndum

skal Póst- og símamálastofnun viðurkenna búnað án frekari skoðunar, svo fremi sem þarlendar reglur stangast ekki á við íslenskar reglur sbr. 3. gr.

Ef búnaði fylgir vottorð frá viðurkenndri mælinga- eða prófunarstofnun í öðrum löndum, er Póst- og símamálastofnun heimilt að viðurkenna harm án frekari skoðunar með sömu skilyrðum og í 1. mgr. greinir.

Sé viðurkenning veitt samkvæmt 1. og 2. mgr. skal hún liggja fyrir innan tveggja vikna frá móttöku umsóknar.

11. gr.

Gögn samkvæmt 3., 8., 9. og 10. gr. eru jafngild á íslensku, dönsku, norsku, sænsku og ensku.

12. gr.

Ákvörðun Póst- og símamálastofnunar um viðurkenningu eða synjun á búnaði skal byggð á gögnum samkvæmt II. kafla. Synjun skal vera skrifleg, rökstudd og vísað til þeirra greina og atriða í fyrrnefndum gögnum sem synjun er grundvölluð á.

13. gr.

Sé umsókn um viðurkenningu samþykkt, skal hún árituð of Póst- og símamálastofnun. Árituð umsókn telst fullnægjandi heimild fyrir viðurkenningu Póst- og símamálastofnunar á viðkomandi notendabúnaði.

14. gr.

Innflytjandi, innlendur framleiðandi eða notandi sem vill breyta viðurkenndum búnaði skal afhenda Póst- og símamálastofnun hinn breytta búnað til prófunar eins og um nýjan búnað væri að ræða.

15. gr.

Heimilt er með fyrirvara að afturkalla viðurkenningu á búnaði þ. e. a. s. stöðva innflutning búnaðar og banna notkun á viðurkenndum búnaði, sem úreldist vegna breytinga á hinum almennu fjarskiptakerfum Póst- og símamálastofnunar.

16. gr.

Innflytjandi eða innlendur framleiðandi skal vera ábyrgur fyrir því að seldur búnaður sé ekki síðri þeim búnaði sem prófaður var. Komi þó í ljós að þetta ákvæði sé ekki uppfyllt er heimilt að fella viðurkenninguna niður. Póst- og símamálastofnun er heimilt að karma með úrtaki hvort viðurkenndur búnaður á markaðinum haldi áfram að uppfylla settar kröfur.

17. gr.

Innfluttur notendabúnaður, sem ekki öðlast viðurkenningu, skal að vali innflytjenda sendur úr landi eða afhentur Póst- og símamálastofnun. Verði fyrri kosturinn valinn skal stofnunin innan mánaðar frá því að tilkynnt var um niðurstöður prófunarinnar, afhent ljósrit of útflutningsskýrslu fyrir tækið. Verði seinni kosturinn valinn, mun stofnunin geyma tækið í eitt ár, ef umsækjandi skyldi skipta um skoðun og vilja senda tækið úr landi. Skal hann þá afhenda stofnuninni ljósrit of útflutningsskýrslu innan mánaðar frá því að harm fær tækið í hendur. Að þessu eina ári liðnu verður tækið eyðilagt.

V. KAFLI Starfræksluleyfi.

18. gr.

Þegar um er að ræða færanlegan notendabúnað, sem ekki er þráðbundinn skal Póst- og símamálastofnun gefa út starfræksluleyfi. Þar sé að finna upplýsingar um leyfilega notendur, notkunarstað, svo og um tæknieiginleika búnaðarins. Undanþeginn þessu skal þó vera búnaður til fjarstýringar á leikföngum, bílskúrshurðum o. þ. h., enda sé sendiafl þeirra ekki meira en 100 mw.

VI. KAFLI Málskot.

19. gr.

Synjun Póst- og símamálastofnunar á viðurkenningu má skjóta til úrskurðar nefndar er samgönguráðherra skipar. Í nefndinni eiga sæti fulltrúi tilnefndur of málskotsaðila og fulltrúi tilnefndur of Póst- og símamálastofnun. Formann nefndarinnar skipar ráðherra án tilnefningar og skal hann hafa tækniþekkingu á fjarskiptum.

Sá er synjun fær getur skotið henni til úrskurðar nefndarinnar. Með málskoti skal fylgja rökstuðningur fyrir beiðni og tilnefning í málskotsnefndina. Málskotsfrestur er tvær vikur frá móttöku synjunar.

21. gr.

Formaður kallar nefndina saman og stjórnar fundum hennar.

Nefndin getur krafið aðila um aðgang að þeim gögnum, er hún telur nauðsynleg við meðferð málsins.

22. gr.

Nefndin kveður upp rökstuddan úrskurð sem fyrst að málsmeðferð lokinni, þó eigi síður en tveim vikum frá því að gagnaöflun lýkur.

Úrskurðir skulu færðir í sérstaka löggilta gerðarbók og vera undirritaðir of formanni. Úrskurði er heimilt að kæra til samgönguráðuneytis.

23. gr.

Nefndarmönnum og öðrum þeim er tekið hafa þátt í störfum nefndarinnar er óheimilt að skýra óviðkomandi aðilum frá því sem þeir hafa komist að í störfum sínum fyrir nefndina eða á fundum hennar.

24. gr.

Ríkissjóður greiðir þóknun til nefndarmanna samkvæmt mati þóknunarnefndar.

VII. KAFLI Um starfsréttindi.

25. gr.

Eftirtaldir aðilar teljast fullnægja skilyrðum 4. mgr. 3. gr. laga nr. 73/1984 um fjarskipti að því er varðar réttindi til að annast uppsetningu og tengingu notendabúnaðar ásamt viðhaldsþjónustu á slíkum búnaði.

  1. Símsmiðir: Starfssvið eins og markað er hjá Póst- og símamálastofnun. Línu- og strengjalagnir og viðhald þeirra. Uppsetning og viðhald á möstrum, loftnetum og einföldum símtækjum.
  2. Rafeindavirkjar (fjarskiptasvið), Símvirkjar.
  3. Iðnfræðingar (rafeinda- eða fjarskiptasvið).
  4. Tæknifræðingar (rafeinda- eða fjarskiptasvið).
  5. Verkfræðingar (rafeinda- eða fjarskiptasvið).

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 3. gr. laga nr. 73 28. maí 1984 um fjarskipti, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Jafnframt falla úr gildi reglur nr. 293/1981 um heimild til innflutnings og sölu tækja til tengingar við hið sjálfvirka símakerfi.

Samgönguráðuneytið, 31. júlí 1985.

Matthías Bjarnason.

Halldór S. Kristjánsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.