Umhverfisráðuneyti

920/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð, nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum, með síðari breytingum.

1. gr.

5. tl. 2. mgr. 8. gr. orðast svo:

Heimilt er að veiða rjúpu árið 2011 eftirtalda daga:

föstudaginn 28. október,
laugardaginn 29. október,
sunnudaginn 30. október,
laugardaginn 5. nóvember,
sunnudaginn 6. nóvember,
laugardaginn 19. nóvember,
sunnudaginn 20. nóvember,
laugardaginn 26. nóvember og
sunnudaginn 27. nóvember.

Rjúpnaveiðar eru þó alltaf óheimilar á friðuðu svæði, sbr. 9. gr.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. og 17. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 5. október 2011.

Svandís Svavarsdóttir.

Sigurður Á. Þráinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica