Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

306/1994

Reglugerð um breyting á reglugerð um innskatt, nr. 192/1993, með síðari breytingum.

1. gr.

Við 3. gr. bætist ný mgr. er verður 2. mgr.:

Aðili sem rekur skattskylda gistiþjónustu hluta úr ári og fasteignaleigu hluta úr ári telst vera með blandaða starfsemi í skilningi 1. mgr., enda hafi hann með höndum sölu á skattskyldri gistiþjónustu í fimm mánuði á ári eða skemur.

2. gr.

Á eftir 9. gr. kemur ný grein er verður 9. gr. a., er orðast svo:

Aðilar sem kaupa notuð ökutæki til niðurrifs í atvinnuskyni af óskattskyldum aðilum geta reiknað sér innskatt sem nemur 19,68% af kaupverði ökutækisins þegar seljanda ber ekki að innheimta virðisaukaskatt af sölunni. Innkaupin skulu færð á sérstakan gjaldareikning í bókhaldi.

Í bókhaldi eða fylgigögnum þess skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar:

1. Fast númer ökutækis, sbr. reglugerð um skráningu ökutækja, nr. 523/1988, með síðari breytingum.

2. Dagsetning viðskiptanna.

3. Lýsing á hinu keypta.

4. Kaupverð.

5. Nafn, heimilisfang og kennitala seljanda.

Sölureikning, kaupsamning og afsal skal varðveita sem og önnur bókhaldsgögn sem varða viðskiptin.

3. gr.

Í síðasta málslið 1. mgr. 13. gr. falla brott orðin "falla undir 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. og".

4. gr.

Í 3. mgr. 13. gr. fellur brott: "skv. 1. tölul. 1. mgr. 12. gr.,".

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 16. gr., sbr. 49. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytið, 6. júní 1994.

F. h. r.

Indriði H. Þorláksson.

Jón H. Steingrímsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.