Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

304/2004

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 948/2000 um greiðslur almannatrygginga í lyfjakostnaði. - Brottfallin

304/2004

REGLUGERÐ
um (4.) breytingu á reglugerð nr. 948/2000
um greiðslur almannatrygginga í lyfjakostnaði.

1. gr.

1. mgr. 2. gr. orðast svo:
Greiðsla Tryggingastofnunar ríkisins fyrir hverja lyfjaávísun (ordination) skal miðast við mest 100 daga notkun, nema þegar ávísað er á lyf í eftirtöldum ATC-flokki (lækningaflokkum; Anatomical - Therapeutical - Chemical Classification) en þá miðast greiðslan við mest 30 daga notkun:

ATC-flokkur
Veirulyf J 05 A B


2. gr.

Eftirfarandi bætist í stafrófsröð við upptalningu í 1. mgr. 7. gr.:

M 01 AH Coxib
N 06 B Örvandi lyf (psychostimulantia) og lyf sem efla heilastarfsemi (noontropics)


3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr.

a. Nýr málsliður bætist við 2. tl.:
Þessi heimild nær einnig til vítamína vegna barna yngri en 18 ára með efnaskiptasjúkdóma þegar þau eru hluti af lífsnauðsynlegri meðferð og barna yngri en 18 ára með alvarlegan frásogsvanda sem leiðir til þess að þau þurfi mjög aukið magn vítamína.
b. Við bætist nýr töluliður sem verður 4. tl.:
Þegar sjúklingur af brýnum læknisfræðilegum ástæðum s.s. alvarlegum aukaverkunum getur ekki notað það lyf sem greiðsluþátttaka almannatrygginga miðast við, sbr. 2. mgr. 3. gr. Er þá heimilt að miða greiðsluþátttöku við hámarksverð viðkomandi lyfs.


4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í c-lið 36. gr. laga um almannatryggingar, nr. 117/1993, öðlast gildi 1. maí 2004.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 1. apríl 2004.

Jón Kristjánsson.
Guðríður Þorsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica