Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

280/1998

Reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim. - Brottfallin

1. gr.

Sektir allt að 100.000 krónum og sviptingu ökuréttar vegna einstakra brota á ákvæðum umferðarlaga og reglna, settra samkvæmt þeim, skal ákvarða í samræmi við fyrirmæli og leiðbeiningar sem birtast í viðaukum við reglugerð þessa.

Heimilt er að víkja frá ákvæðum í viðaukum ef veigamikil rök mæla með því.

2. gr.

Þegar ákvörðun er tekin um sekt vegna brota á tveimur eða fleiri ákvæðum umferðarlaga, eða reglna settra samkvæmt þeim, skal sektin vera samtala sekta vegna hvers brots um sig, enda rúmist refsingin innan sektarmarka almennra hegningarlaga. Samtala sekta sem lögreglustjóri lýkur með lögreglustjórasátt má þó aldrei fara fram úr þeirri hámarksfjárhæð sem ákveðin er í reglugerð um lögreglustjórasáttir.

Lögreglustjóra ber að veita sakborningi 25% afslátt af sektarfjárhæð sem ákveðin er í lögreglustjórasátt, ef sakborningur greiðir sektina ásamt sakarkostnaði að fullu innan 30 daga frá dagsetningu sektarboðs eða undirritun sektargerðar sem sakborningur hefur gengist skriflega undir.

Um innheimtu sekta gilda ákvæði 52. gr. almennra hegningarlaga.

3. gr.

Sekt, sem sakborningur hefur skriflega gengist undir hjá lögreglustjóra, afplánast með varðhaldi samkvæmt 4.–6. mgr. 54. gr. almennra hegningarlaga.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 4. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50 30. mars 1987, sbr. lög nr. 57 22. maí 1997, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum, nr. 403 27. júní 1997, sbr. reglugerð nr. 718 22. desember 1997.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 14. maí 1998.

Þorsteinn Pálsson.

Benedikt Bogason.

VIÐAUKI I

Skrá yfir sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum

og reglum settum samkvæmt þeim.

Brot á eftirfarandi ákvæðum umferðarlaga, eða reglum sem settar hafa verið samkvæmt þeim, varða sektum og sviptingu ökuréttar samkvæmt þessari skrá:

Lagagrein Tegund brots Sektarfjárhæð í kr.
II. KAFLI (4.–10. gr.). Reglur fyrir alla umferð.
4. gr. Meginreglur.
1. mgr.: Verður beitt ef engin sérregla á við 3.000
2. mgr.: Verður beitt með sérreglu til þyngingar 3.000
5. gr. Leiðbeiningar fyrir umferð.
1.-2. mgr.: Ekið gegn rauðu umferðarljósi 10.000
Ekið gegn einstefnu 5.000
Bann við framúrakstri eigi virt 5.000
Önnur umferðarmerki eigi virt (nema leggja beri á gjald skv. c-lið 108. gr.) 5.000
3. mgr.: Óhlýðni ökumanns við leiðbeiningum lögreglu 8.000
5. gr. a. Akstur utan vega í þéttbýli.
1. mgr.: Ekið eða lagt á svæði sem ekki er ætlað fyrir umferð ökutækja 3.000
6. gr. Leikir o.fl.
1. mgr.: Stokkið af eða upp í ökutæki á ferð eða verið utan á ökutæki á ferð 3.000
2. mgr.: Hangið í ökutæki á ferð 3.000
Maður á skíðum, hjólaskíðum, skautum o.þ.h. dreginn á vegi 3.000
3. mgr.: Leikur á vegi veldur óþægindum fyrir umferð 3.000
7. gr. Vistgötur.
2. mgr.: Ógætilegur akstur á vistgötu 5.000
4. mgr.: Ökutæki lagt utan merktra stæða á vistgötu. Gjald skv. 108. gr., sbr. auglýsingu um fjárhæð gjalds vegna stöðvunarbrota, nr. 317/1993.
8. gr. Að hindra eða trufla neyðarakstur o.fl.
2. mgr.: Eigi vikið í tæka tíð fyrir ökutæki sem gefur hljóð- eða ljósmerki 10.000
3. mgr.: Hvít veifa notuð án heimildar 3.000
4. mgr.: Óviðkomandi hamlar björgunarstarfi með því að vera of nærri slys- eða brunastað 3.000
5. mgr.: Vegfarandi hindrar eða rýfur för líkfylgdar, hóps barna undir leiðsögn stjórnanda eða annarrar hópgöngu 4.000
9. gr. Skemmdir á umferðarmerkjum.
1. mgr.: Umferðarmerki numið á brott eða breytt 5.000
2. mgr.: Eigi gerðar viðeigandi ráðstafanir vegna skemmda á umferðarmerki 4.000
10. gr. Skyldur við umferðaróhapp.
1. mgr.: Eigi numið staðar og veitt hjálp 8.000
Neitað að skýra frá nafni og heimilisfangi 6.000
2. mgr.: Vanrækt að tilkynna lögreglu um slys 8.000
IV. KAFLI (13.-35. gr.). Umferðarreglur fyrir ökumenn.
13. gr. Notkun akbrauta.
1. mgr.: Ekið eftir gangstétt eða gangstíg 4.000
2. mgr.: Eigi notuð sú rein sem ökutæki er ætluð 3.000
14. gr. Hvar skal aka á vegi.
1. mgr.: Ökutæki eigi haldið nægjanlega til hægri 3.000
3. mgr.: Of stutt bil milli ökutækja 5.000
5. mgr.: Ökutæki í vegavinnu ekið óvarlega 5.000
15. gr. Akstur á vegamótum og í beygjum.
1. og 3. mgr.: Röng staðsetning fyrir og við beygju á vegamótum 3.000
2. mgr.: Ekið ógætilega á vegamótum 5.000
17. gE2435772400256A080030777A"

 

VIÐAUKI II

Skrá yfir sektir og önnur viðurlög vegna brota á reglugerð um aksturs-

og hvíldartíma ökumanna o.fl. í innanlandsflutningum og við flutning

innan Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 136/1995, ásamt síðari breytingum.

Brot á eftirfarandi ákvæðum reglugerðarinnar varða að lágmarki sektum og sviptingu ökuréttar samkvæmt þessari skrá:

Tegund brots Sektarfjárhæð í kr.
A. 2. gr. reglugerðar nr. 136/1995, sbr. 5. gr. reglugerðar (EBE) nr. 3820/1985.
Akstur slíkrar bifreiðar án ökuréttar 10.000
B. 2. gr. reglugerðar nr. 136/1995, sbr. 6. gr. reglugerðar (EBE) nr. 3820/1985.
Akstursdagur of langur:
- allt að 4 klst. of langur 25.000
- 4 til 8 klst. of langur 40.000
- meira en 8 klst. of langur 50.000
Heildaraksturstími á hálfum mánuði yfir 100 klst. 25.000
C. 2. gr. reglugerðar nr. 136/1995, sbr. 7. gr. reglugerðar (EBE) nr. 3820/1985.
Hlé frá akstri:
- ekki tekið eftir meira en 6 klst. samfelldan akstur 25.000
- ekki tekið eftir meira en 9 klst. samfelldan akstur. Svipting 1 mánuður 40.000
- ekki tekið eftir meira en 12 klst. samfelldan akstur. Svipting 2 mánuðir 50.000
D. 2. gr. reglugerðar nr. 136/1995, sbr. 8. gr. reglugerðar (EBE) nr. 3820/1985.
Samfelld sólarhringshvíld of stutt:
- styttri en 6 klst. 25.000
- styttri en 4 klst. Svipting 1 mánuður 40.000
Svo sólarhringum skiptir í sömu viku 25.000
Samfelld vikuhvíld of stutt 40.000
E. 5. og 6. gr. reglugerðar nr. 136/1995, sbr. 3. gr. og 4. kafla reglugerðar (EBE) nr. 3821/1985.
Gallar eða vankantar á skráningarblaði eða ökurita eða notkun þess 10.000
F. 6. gr. reglugerðar nr. 136/1995, sbr. IV. hluta viðauka nr. L 370 við reglugerð (EBE) nr. 3821/1985.
Ökutæki ekki fært til reglubundinnar árlegrar skoðunar eða mælingar og skoðunar á 6 ára fresti 40.000

VIÐAUKI III

Skrá yfir sektir vegna brota á reglugerð um

flutning á hættulegum farmi, nr. 192/1998.

Brot á eftirfarandi ákvæðum reglugerðarinnar varða sektum samkvæmt þessari skrá:

Lagagrein Tegund brots Sektarfjárhæð í kr.
2. gr. Almenn ákvæði.
1. mgr.: Eigi farið eftir ADR-reglum, með viðaukum A og B, eins og þær eru í gildi hverju sinni 10.000
2. mgr.: Eigi farið eftir EB-tilskipun nr. 95/50 og viðaukum við þá tilskipun, við eftirlit með flutningum 10.000
4. gr. Flokkun efna og vara.
1. mgr.: Efni eða vörur eigi rétt flokkaðar áður en þær eru afhentar til flutnings 15.000
5. gr. Umbúðir og merkingar þeirra.
Brot gegn ákvæðum greinarinnar 15.000
6. gr. Flutningsskjöl.
2. mgr.: Farmur afhentur til flutnings án tilskilinna gagna 20.000
Flutningsaðili tekur við efni eða vöru án fullnægjandi gagna 20.000
7. gr. Merking ökutækja.
Vanrækt að:
- merkja ökutæki með fullnægjandi hættuskiltum 15.000
- merkja ökutæki með varúðarmerkjum 15.000
- tilgreina Sameinuðu þjóða númer og viðeigandi hættunúmer á hættuskilti 10.000
8. gr. Skortur á fylgibúnaði.
1. mgr.: Slökkvibúnaður 60.000
2. mgr.: Annar tilgreindur búnaður 20.000
9. gr. Réttindi ökumanna.
1. mgr.: Flutningur á hættulegum farmi án tilskilinna réttinda (ADR skírteini), skv. reglugerð nr. 139/1995, um starfsþjálfun stjórnenda ökutækja sem flytja tiltekinn hættulegan farm, ásamt síðari breytingum 30.000
2. mgr.: Ekið án aðstoðarmanns við flutning á sprengifimum vörum 10.000
Aðstoðarmaður eigi með réttindi skv. reglugerð nr. 139/1995, ásamt síðari breytingum 10.000
10. gr. Samlestun.
Sprengifim efni og annar hættulegur farmur fluttur með sama ökutæki 30.000
Reglur um aðskilnaðarflokka eigi virtar, sbr. töflu í viðauka I 15.000
Fóðurvörur eða matvæli flutt með hættulegum farmi, sem merktur er með varúðarmerkjum 6.1 eða 6.2 í viðauka I 60.000
11. gr. Viðurkenning flutningseininga.
Flutningseining notuð án þess að hafa tilskilda viðurkenningu 10.000
13. gr. Flutningur á sprengifimum efnum.
Ökutæki, sem eigi hefur verið flokkað og viðurkennt, notað til flutnings á sprengifimum efnum 15.000
Meira flutt af sprengifimum efnum í einni flutnings einingu en heimilt er skv. töflu í viðauka V 20.000
14. gr. Sérstök ákvæði.
1. mgr.: Sérreglur um flutning á hættulegum farmi um jarðgöng eða brýr eigi virtar 10.000
Sérreglur lögreglu um flutningsleiðir og fylgd ökutækja eigi virtar 10.000
2. mgr.: Meira en 50 kg sprengiefnis flutt með sama ökutæki án tilskilins leyfis lögreglustjóra, skv. reglugerð um sprengiefni 10.000
Tilkynningarskyldu til lögreglustjóra vegna flutnings hættulegra efna eigi sinnt 8.000
3. mgr.: Ferming eða afferming (umferming) ökutækis með hættulegan farm ef um er að ræða efni skv. viðauka B í ADR-reglum og töflu í viðauka VI:
- á almennu svæði í þéttbýli án leyfis lögreglu 60.000
- utan þéttbýlis án þess að tilkynna lögreglu 20.000
4. mgr.: Ökutæki, sem flytur hættulegan farm í samræmi við viðauka B í ADR-reglum og viðauka VII, eigi vaktað 10.000
5. mgr.: Ökutæki, með hættulegan farm eða hættuleg efni, samkvæmt viðauka B í ADR-reglum og viðauka VIII, stöðvað lengur en lögregla hefur heimilað nálægt íbúðarhúsnæði eða svæði þar sem almenningur á erindi um 20.000
6. mgr.: Farþegi í ökutæki án undanþágu, sbr. viðauka B í ADR-reglum og viðauka IX 10.000

Þetta vefsvæði byggir á Eplica