Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Stofnreglugerð

267/1998

Reglugerð um greiðslur vegna norrænnar vitnaskyldu.

1. gr.

Greiða skal vitni, sem kvatt er fyrir dóm samkvæmt lögum um norræna vitnaskyldu, 2000 krónur í ómakslaun fyrir hvern sólarhring eða byrjaðan sólarhring, sem það þarf að vera að heiman vegna vitnaskyldunnar.

Nú má ætla að vitni hafi orðið fyrir tekjumissi eða kostnaði umfram ómakslaun skv. 1. mgr. og getur þá dómari ákveðið vitninu frekari greiðslu.

2. gr.

Ferða- og dvalarkostnaður vitnis skal greiddur eftir reglum um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins.

3. gr.

Nú er vitni vegna sjúkdóms, aldurs, skertrar hreyfigetu eða af öðrum sérstökum ástæðum nauðsyn að hafa fylgdarmann með sér og skal þá einnig greiða fylgdarmanni skv. 1. og 2. gr.

4. gr.

Um leið og vitni er kvatt fyrir dóm skal bjóða fram greiðslur sem það á rétt á skv. 1. mgr. 1. gr. og 2. gr. eða hæfilega fyrirframgreiðslu.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. 8. gr. laga um norræna vitnaskyldu, nr. 82 31. maí 1976, öðlast gildi 1. júlí 1998.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 4. maí 1998.

Þorsteinn Pálsson.

Benedikt Bogason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.