Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

257/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 331/2000, um vörugjald af ökutækjum, með síðari breytingum.

1. gr.

Við 14. gr. reglugerðarinnar bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. er bílaleigu heimilt á árunum 2011 og 2012 að selja árlega 20% af þeim fjölda ökutækja sem voru í eigu bílaleigunnar þann 1. janúar 2011 án þess að komi til uppgreiðslu á mismun á fjárhæð vörugjalds sem greitt var og þeirri fjárhæð sem borið hefði að greiða ef ekki hefði komið til lækkunar, sbr. 20. gr., hafi seld ökutæki verið í eigu bílaleigu í a.m.k. 6 mánuði og hafi á þeim tíma verið ekið a.m.k. 20 þús. km. Að öðru leyti skulu gilda ákvæði 2. mgr. þessarar greinar.

Þrátt fyrir ákvæði 3. tölul. 2. mgr. er bílaleigu heimilt á tímabilunum 1. janúar 2011 til 31. maí 2011, 1. september 2011 til 31. maí 2012 og 1. september 2012 til 31. desember 2012 að gera leigusamning við sama leigutaka, einstakling eða lögaðila, eða aðila tengdan honum, allt að 90 daga af sérhverju 120 daga tímabili.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 5. gr. laga nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 15. febrúar 2011.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Ögmundur Hrafn Magnússon.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.