Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

240/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skoðun ökutækja, nr. 378 29. júní 1998. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. í ákvæði til bráðabirgða í viðauka II, sbr. reglugerðir nr. 779 23. desember 1998 og nr. 917 30. desember 1999, orðist svo:

Til 30. september 2001 er heimilt að skoða bifreið sem er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd á skoðunarstofu II sem hefur tæki til að mæla hemlunarvirkni í akstri, sbr. 3. gr., enda sé fjarlægð að næstu skoðunarstofu I yfir 35 km.


2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 60. og 67. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, sbr. lög nr. 44 7. maí 1993, öðlast þegar gildi.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 12. mars 2001.

Sólveig Pétursdóttir.
Björn Friðfinnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica