Fjármálaráðuneyti

239/2003

Reglugerð um notkun staðlaðra eyðublaða við birtingu opinberra útboðsauglýsinga samkvæmt lögum um opinber innkaup, nr. 94/2001. - Brottfallin

1. gr.

Við gerð og birtingu tilkynninga og auglýsinga um opinber innkaup og samninga, sbr. 59.-62. gr. laga um opinber innkaup nr. 94/2001, ber að hafa hliðsjón af fyrirmyndum þeim sem birtar eru sem viðaukar við reglugerð þessa.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (EB), sem vísað er til í lið 2, 3, 4 og 5b við XVI. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 143/2002 frá 8. nóvember 2002:
Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2001/78/EB frá 13. september 2001 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun ráðsins 93/36/EBE, IV., V. og VI. viðauka við tilskipun ráðsins 93/37/EBE, III. og IV. viðauka við tilskipun ráðsins 92/50/EBE, eins og henni var breytt með tilskipun 97/52/EB, og XII. til XV. og XVII. og XVIII. viðauka við tilskipun ráðsins 93/38/EBE, eins og henni var breytt með tilskipun 98/4/EB.

Viðaukar við tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2001/78/EB

eru birtir sem viðaukar við reglugerð þessa.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 63. gr. laga nr. 94/2001, um opinber innkaup, og öðlast þegar gildi.


Fjármálaráðuneytinu, 27. mars 2003.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Ingvi Már Pálsson.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica