Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

228/1995

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, nr. 81/1995. - Brottfallin

Reglugerð

um (1.) breytingu á reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði

vegna heilbrigðisþjónustu, nr. 81/1995.

1.gr.

            4. og 5. mgr. 5. gr. orðist svo:

            Hafi sjúkratryggður ekki tilvísun taki sjúkratryggingar Tryggingarstofnunar ríkisins ekki þátt í kostnaði vegna komunnar. Hafi sjúkratryggður ekki beiðni, sbr. 2. gr. reglugerðar um tilvísanir, nr. 82/1995, taki sjúkratryggingar Tryggingarstofnunar ríkisins ekki þátt í kostnaði vegna rannsókna.

            Sjúkratryggingar Tryggingastofnunar ríkisins taki aldrei þátt í kostnaði vegna komu til sérfræðings, sem ekki er með samning við stofnunina. Sjúkratryggingar taka ætíð þátt í kostnaði vegna rannsókna samkvæmt beiðni lækna, enda hafi viðkomandi röntgendeild eða -stofa eða rannsóknardeild eða -stofa samning við Tryggingastofnun ríkisins.

2.gr.

            Í stað orðanna "skv. beiðni hjá sérfræðingum með samning" á eftir orðinu "röntgengreinga" í 1. mgr. 7. gr. komi: samkvæmt beiðni til röntgendeildar eða -stofu eða rannsóknardeildar eða -stofu, sem starfar samkvæmt samningi við Tryggingarstofnun ríksins.

3.gr.

            Reglugerð þess, sem sett er með stoð í 36. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar, og 20. gr. laga nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu með síðari breytingum, öðlast gildi um leið og reglugerð nr. 81/1995, um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 4. apríl 1995.

Sighvatur Björgvinsson

Guðjón Magnússon.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica