Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Ógild reglugerð

214/1990

Reglugerð um toglyftur

1. gr. Skilgreiningar

1.1 Toglyfta er vélbúnaður sem gerður er til að draga fólk á skíðum upp brekku, með togbúnaði sem festur er við stálvír. Vírinn er samfelldur og gengur um hjól á drifstöð og endastöð. Á milli stöðvanna er vírinn borinn uppi af möstrum.

1.2 Lyftuvír er stálvír sem togbúnaður er festur á og dregur skíðamenn upp brekku.

1.3 Lyftubraut er sú braut sem skíðamenn eru dregnir upp eftir.

1.4 Togbúnaður er búnaður sem festur er við lyftuvírinn og dregur skíðamenn upp lyftubrautina.

1.5 Öryggisstuðull er tölugildi sem deilt er í brotþol t.d. stálvírs og þar með fundið leyfilegt hámarksálag á hann.

2. gr. Gildissvið.

2.1 Reglugerð þessi gildir um gerð, búnað, rekstur og viðhald á toglyftum og eftirlit með þeim.

3. gr. Rekstrarleyfi.

3.1 Óheimilt er að reisa eða reka toglyftu nema að fengnu leyfi Vinnueftirlits ríkisins.

Umsókn skulu fylgja fullnægjandi gögn um hönnun, gerð, búnað, staðsetningu, uppsetningu og tilhögun rekstrar lyftunnar.

3.2 Verði breyting á hönnun eða áætlunum skal það tilkynnt Vinnueftirlitinu.

4. gr. Almenn ákvæði.

4.1 Sá sem hefur með höndum rekstur toglyftu er ábyrgur fyrir því að búnaður hennar og rekstur sé í samræmi við gildandi lög og reglur. Hann skal hafa tryggingu sem bætir tjón sem hann kann að verða ábyrgur fyrir.

4.2 Sá sem selur eða afhendir toglyftu skal láta fylgja henni fullnægjandi leiðbeiningar á íslensku. Einnig skal hann láta fylgja henni þau sérverkfæri sem nauðsynleg eru vegna stillingar og viðhalds.

4.3 Merki með nafni framleiðanda, gerð lyftunnar, árgerð og framleiðslunúmeri skal vera á henni.

5. gr. Hönnun og staðsetning.

5.1 Hönnun, smíði og uppsetning toglyftu skal vera samkvæmt viðurkenndum stöðlum og reglum. Sérstakt tillit skal tekið til víndálags.

5.2 Toglyfta og vélbúnaður hennar skal þannig gerður og uppsettur að í rekstri sé fyllsta öryggi tryggt við allar aðstæður. Farþegar skulu geta farið í lyftuna og úr henni á öruggan hátt.

5.3 Hæð mastra og staðsetning þeirra skal vera þannig að lyftuvír á uppleið fylgi landslagi eins og kostur er.

5.4 Toglyftu skal staðsetja þannig að eins mikill hluti hennar og mögulegt er sjáist frá stjórnstað.

5.5 Lyftubrautin skal vera þannig lögð að hægt sé að beita vélum til að jafna hang.

5.6 Hæð mastra skal vera það mikil að farþegum stafi ekkí hætta af togbúnaði, hjólasamstæðum eða öðrum búnaði lyftunnar.

5.7 Toglyftu má ekki staðsetja þar sem hætta er á snjóflóðum, eða þar sem hætta getur stafað af giljum, klettum eða mannvirkjum. Um staðsetningu toglyftu í nágrenni við háspennuvirki skal farið eftir reglum Rafmagnseftirlits ríkisins.

6. gr. Fjarlægðir og girðingar.

6.1 Fjarlægð á milli lyftuvírs á upp- og niðurleið skal vera það mikil að ekki sé hætta á að togbúnaður á leið upp geti snert togbúnað á leið niður en þó ekki minni en 1,5 m,

6.2 Samandreginn togbúnaður skal Beta farið framhjá möstrum án þess að snerta þau, þó hann sveiflist til hliðar.

6.3 Fjarlægð fastra hluta frá lyftubraut skal vera það mikil að farþegum stafi ekki hætta af. 6.4 Hæð samandregins togbúnaðar yfir lyftubraut skal vera það mikil að farþegum stafi ekki hætta af honum.

6.5 Þar sem toglyftur eru samsíða skal minnsta fjarlægð á milli lyftuvíra á uppleið vera 3 m. Séu lyftuvírar á niðurleið samsíða skal minnsta fjarlægð á milli þeirra vera 2 m.

6.6 Endastöðvar skulu vera afgirtar ef farþegum eða starfsfólki getur stafað hætta af þeim eða togbúnaði sem fer um þær.

6.7 Setja skal upp girðingar að því marki sem nauðsynlegt er til að stjórna umferð skíðamanna í toglyftuna og úr henni,

7. gr. Lyftubraut.

7.1 Lyftubrautin skal vera þannig að farþegar geti faríð upp hana á öruggan hátt. 7.2 Lyftubrautin skal vera með sem jöfnustum halla.

7.3 Halli lyftubrautar má hvergi vera meiri en 40°. Samfelldur kafli með meira en 35° halla skal ekki vera lengri en sem svarar bili á milli farþega á leið upp. Lyftubrautin má ekki halla niður meira en 6° í togstefnu.

7.4 Þar sem lyftubrautin er með mismunandi halla skal vera aðdragandi að hallabreytingu. 7.5 Hliðarhalli lyftubrautar skal ekki vera meiri en 5°.

7.6 Breidd lyftubrautar skal minnst vera 2 m sé togbúnaður gerður fyrir tvo farþega, en 1,5 m sé hann fyrir einn farþega.

7.7 Liggi lyftubraut þar sem mjög bratt er til hliðar skal gera sérstakar ráðstafanir til að tryggja öryggi farþega.

7.8 Sé hætta á að farþegar renni niður, falli þeir úr lyftunni, skal fjarlægja steina og aðra hluti sem skapað geta hættu, eða koma fyrir höggvörn.

7.9 Liggi umferðarleið skíðamanna þvert á lyftubraut skal komið fyrir merkjum sem vara bæði skíðamenn og farþega í lyftu við hættu.

8. gr. Þar sem farið er í lyftu og úr.

8.1 Staðir þar sem farið er í lyftuna og úr henni, ásamt brautum sem liggja að og frá, skulu vera þannig gerðir að ekki stafi hætta af fyrir farþega. Þessir staðir skulu vera greinilega merktir.

8.2 Þar sem farið er í lyftuna skal brautin vera því sem næst lárétt og samsíða lyftuvírnum. Þessi kafli brautarinnar skal vera það langur að farþegar komist í lyftuna á öruggan hátt. Eftir lárétta kaflann skal taka við jafn halli, en fyrstu 30 m skulu ekki halla meira en 12° að meðaltali.

8.3 Við skipulag þess svæðis þar sem farið er í lyftuna skal gera ráð fyrir að hægt sé að ryðja snjó með vélum.

8.4 Séu þeir staðir þar sem farið er í lyftuna eða úr henni það mikið hærri en umhverfið að hætta stafi af, skal setja upp handrið eða annan öryggisbúnað.

8.5 Svæðið þar sem farið er úr lyftunni skal vera því sem næst lárétt eða halla í togstefnu. Lengd þess skal minnst vera í metrum 3 x keyrsluhraði lyftunnar í m/s.

9. gr. Togbúnaður.

9.1 Togbúnaður skal vera þannig gerður að ekki sé hætta á að hann festist í fatnaði eða öðrum búnaði farþega og þeir geti í öllum tilvikum losað sig frá honum á auðveldan hátt.

9.2 Togbúnaður lyftu sem er með meiri keyrsluhraða en 2 m/s skal vera með höggdeyfi.

9.3 Fastur togbúnaður skal fluttur til á lyftuvírnum eftir fyrirmælum framleiðanda. Hann skal vera tölusettur.

10. gr. Hraði.

10.1 Hraði lyftuvírsins og tími á milli þess sem skíðamenn fara í lyftuna skal vera í samræmi við gerð togbúnaðar og brautir þar sem farið er í lyftuna og úr henni.

10.2 Vegna eftirlits með lyftuvír skal vera mögulegt að minnka hraða hans niður í 0,6 m/s.

11. gr. Vírar.

11.1 Gerð víra og prófun þeirra skal vera í samræmi við viðurkennda staðla og reglur.

11.2 Lyftuvír skal hafa öryggisstuðul minnst 4 og strekkivírar 5,5 miðað við mesta stöðuálag sem þeir geta orðið fyrir.

11.3 Lyftuvír skal settur saman á viðurkenndan hátt. Samsetningu mega þeir einir annast sem hlotið hafa viðurkenningu Vinnueftirlitsins til þess.

12. gr. Hjólasamstæður.

12.1 Á öllum hjólasamstæðum skal vera öryggi sem hindrar að lyftuvírinn geti farið inn fyrir hjólin.

12.2 Á öllum hjólasamstæðum skal vera búnaður til að grípa vírinn, fari hann út af hjólunum. Klemmur togbúnaðar skulu geta runnið framhjá gripbúnaðinum.

12.3 Við toglyftu skal vera búnaður til að koma lyftuvírnum inn á hjólasamstæður á öruggan hátt.

12.4 Allar hjólasamstæður og stýrihjól við endastöðvar skulu vera með búnaði sem stöðvar lyftuna fari vírinn út af þeim.

13. gr. Vélbúnaður.

13.1 Sé brunahreyfill notaður til að knýja toglyftu skal hann búinn hljóðdeyfi. Tryggt skal að útblástur hans valdi ekki stjórnendum eða farþegum heilsutjóni eða óþægindum.

13.2 Vélbúnaður og það sem honum tilheyrir svo sem hreyflar, hemlar og gírkassar skulu varðir veðri og vindum og aðgangi óviðkomandi.

13,3 Frágangur vélbúnaðar, stiga og papa skal vera í samræmi við reglur um öryggisbúnað véla nr. 492/1987.

14. gr. Strekkibúnaður.

14.1 Lyftuvír skal haldið hæfilega strekktum með andvægi eða vökvabúnaði.

14.2 Andvægi skal vera í lokuðu rými, eða afgirt þannig að hreyfingar þess geti ekki skapað slysahættu.

14.3 Stýringum andvægis skal þannig komið fyrir að unnt sé að skoða víra, hjól og festingar. Stillibúnaður andvægis skal vera læsanlegur.

14.4 Sé lyftuvírinn strekktur með vökvastrokkum skal sjálfvirkur búnaður tryggja að strekking sé ávallt hæfileg.

15. gr. Möstur.

15.1 Unnt skal vera að komast að vírahjólum í möstrum og endastöðvum á auðveldan og öruggan hátt til viðhalds og viðgerða.

15.2 Á möstrum, endastöðvum og strekkibúnaði skulu vera stigar og pallar. Við vinnu í yfir 4 m hæð skal ávallt nota öryggisbelti af viðurkenndri gerð.

15.3 Liggi skíðabraut það nærri mastri toglyftu að hætta geti stafað af skal komið fyrir höggvörn á mastrinu.

16. gr. Öryggisbúnaður.

16.1 Endastöðvunarrofa skal komið fyrir við efri endastöð. Rofinn getur verið snúra eða slá sem liggur þvert á lyftubrautina. Hann skal vera í það mikilli fjarlægð frá endastöð að lyftan stöðvist áður en farþegi sem getur ekki losað sig frá togbúnaði er kominn að hindrun. Rofinn skal þó ekkí vera nær endastöð en 5 m.

16.2 Endastöðvunarrofi skal vera nægilega langur og þannig staðsettur að ekki sé hætta á að skíðamaður fari framhjá honum. Hann skal vera í hæfilegri hæð yfir snjó.

16.3 Rafbúnaður fyrir víraöryggi, sbr. gr. 12.3, skal þannig gerður að útleiðsla geti ekki haft það í för með sér að lyftan gangi áfram, eða hægt sé að gangsetja hana, hafi víraöryggi rofið straumrásina.

16.4 Neyðarstöðvunarrofar skulu vera þar sem farið er í lyftuna og úr henni. Þeir skulu vera greinilega merktir og auðvelt að komast að þeim.

16.5 Gangsetningarrofar skulu vera þannig staðsettir að engin hætta sé á að lyftan verði gangsett í ógáti. Rofabúnaður skal vera þannig að aðalhreyfill fari ekki í gang sjálfkrafa eftir straumrof.

16.6 Allur öryggisbúnaður skal vera traustur og öruggur í rekstri. Rofar skulu vera af viðurkenndri gerð og þola þá veðráttu sem þeir eru notaðir í.

16.7 Allur rafbúnaður skal vera af viðurkenndri gerð og í samræmi við reglugerðir um raforkuvirki.

17. gr. Stjórnstaðir.

17.1 Toglyftu má eingöngu vera unnt að gangsetja frá þeim stað þar sem farið er í hana og frá stjórnstöð.

17.2 Frá stjórnstöð skal vera gott útsýni yfir þann stað þar sem farið er í lyftuna og eins mikinn hluta hennar og mögulegt er. Í stjórnstöð skal vera upphitun.

17.3 Gangsetningarbúnaði utan stjórnstöðvar skal vera unnt að læsa.

18. gr. Merki.

18.1 Við toglyftu skulu vera áberandi merki úr varanlegu efni með nauðsynlegum leiðbeiningum og fyrirmælum til þeirra sem nota lyftuna.

18.2 Merki mega ekki vera með skörpum brúnum eða hvössum hornum.

19. gr. Starfsmannaaðstaða.

19.1 Starfsmenn við toglyftu skulu hafa aðgang að fullnægjandi starfsmannaaðstöðu, sbr. reglur nr. 493/1987 um húsnæði vinnustaða og reglugerð nr. 84/ 1982 um starfsmannabústaði og starfsmannabúðir.

20. gr. Rekstrarstjóri og starfsfólk.

20.1 Sá sem hefur með höndum rekstur toglyftu skal tilnefna rekstrarstjóra sem hefur yfirumsjón með rekstri og viðhaldi lyftunnar svo og staðgengil hans. Tilnefningar skal tilkynna Vinnueftirliti ríkisins.

20.2 Rekstrarstjóri og staðgengill hans skulu hafa nægilega þekkingu og reynslu til að stjórna rekstrinum á öruggan hátt. Þeir skulu kunna góð skil á búnaði lyftunnar, rekstrar- og viðhaldsleiðbeiningum framleiðanda ásamt ákvæðum laga og reglna sem varða störf þeirra.

20.3 Þegar toglyfta er í notkun skal hún vera undir stöðugri gæslu. Gæslumaður skal vera við þann stað þar sem farið er í lyftuna. Hann skal vera orðinn 18 ára.

21. gr. Rekstur og eftirlit.

21.1 Sá sem hefur með höndum rekstur toglyftu skal gera rekstrar- og viðhaldsáætlun sem lögð skal fyrir Vinnueftirlit ríkisins til samþykktar. Áætlunin skal m.a, fjalla um:

  1. daglegt eftirlit,
  2. vikulegt eftirlit og/eða mánaðarlegt eftirlit,
  3. árlegt eftirlit,
  4. eftirlit fimmta hvert ár,
  5. eftirlit með vírum.

21.2 Verulegar breytingar eða viðgerðir á búnaði lyftunnar eru háðar samþykki Vinnueftirlitsins áður en framkvæmdir hefjast. Sérstök skoðun skal fara fram eftir slíkar breytingar.

21.3 Á hverjum degi, áður en lyftan er opnuð almenningi, skal ganga úr skugga um að hún sé í öruggu rekstrarástandi.

21.4 Áður en gæslumaður yfirgefur stjórnstöð skal vera slökkt á lyftunni og tryggt að utanaðkomandi geti ekki gangsett hana.

21.5 Rekstur skal stöðva sé rekstraröryggi ekki tryggt vegna veðurs, bilana eða annarra orsaka. Ennfremur þegar dimma tekur nema fullnægjandi lýsing sé við lyftuna,

21.6 Þegar viðgerð fer fram á lyftunni skal gangsetningarbúnaður vera tryggilega læstur, ef gangsetning getur haft í för með sér hættu.

21.7 Þegar ætla má að lyftan hafi laskast eða vírar skemmst skal skoða hana vandlega. Rekstur má ekki hefja aftur fyrr en rekstrarstjóri hefur fullvissað sig um að öryggi sé tryggt.

21.8 Færanleg talstöð skal vera til staðar til notkunar við eftirlit og viðhald.

22. gr. Dagbækur.

22.1 Færa skal rekstrardagbók þar sem skráð er:

  1. tímasetning keyrslu og fjöldi keyrslutíma,
  2. nöfn gæslumanna,
  3. veðurfar,
  4. staðfesting á því að daglegt eftirlit og reynslukeyrsla hafi farið fram,
  5. óhöpp eða óvenjuleg atvik við rekstur lyftunnar eða daglegt eftirlit, þar með taldar rekstrarstöðvanir, orsakir þeirra og tímalengd.

Færslur í dagbók skal staðfesta með undirskrift.

22.2 Rekstrarstjóri skal færa dagbók yfir viðhald og eftirlit þar sem fram kemur hvaða búnaður hefur verið athugaður og ástand hans, svo og viðgerðir sem framkvæmdar eru. Færsla á togbúnaði skal færð í víðhaldsdagbók. Færslur skal staðfesta með undirskrift.

22.3 Færa skal dagbók fyrir lyftuvír og strekkivír og eftirlit með þeim. Þar skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar:

  1. hvenær vír er tekinn í notkun,
  2. viðgerð og stytting á lyftuvír og nafn þess sem verkið vann,
  3. sjónskoðun og atriði sem koma fram við hang,
  4. annað eftirlit.

Auk þess skulu fylgja dagbók upplýsingar um þann staðal sem vírinn er framleiddur eftir og afrit af víraskírteini.

23. gr. Fyrsta skoðun.

23.1 Áður en ný toglyfta er tekin í notkun, eða eftir að verulegar breytingar hafa verið gerðar á henni, skal fara fram fyrsta skoðun sem Vinnueftirlit ríkisins framkvæmir.

23.2 Þegar skoðun fer fram á eftirfarandi að liggja fyrir:

  1. leiðréttar teikningar hafi breytingar verið gerðar frá hönnun,
  2. niðurstöður mælinga á legu lyftuvírs,
  3. staðfesting viðurkennds aðila á því að undirstöður mastra og stöðva séu í samræmi við samþykktar teikningar,
  4. staðfesting löggilts aðila á því að rafbúnaður sé í samræmi við gildandi reglur um raforkuvirki.

24. gr. Árlegt eftirlit.

24.1 Svo lengi sem toglyfta er í rekstri skal hún skoðuð árlega af Vinnueftirliti ríkisins. Kostnað vegna eftirlits skal eigandi greiða samkvæmt gjaldskrá.

24.2 Komi í ljós að toglyfta eða búnaður hennar brjóti í bága við reglugerð þessa er Vinnueftirliti ríkisins heimilt að afturkalla rekstrarleyfi hennar.

24.3 Ákvörðun eftirlitsmanna og forstjóra Vinnueftirlits ríkisins má vísa til stjórnar Vinnueftirlitsins innan fjögurra vikna frá því hún var birt sbr. 98. gr laga nr. 46/1980. Ákvörðun stjórnar má á sama hátt áfrýja til ráðherra.

25. gr. Slys og slysatilkynningar.

25.1 Við toglyftu skal vera búnaður til að veita skyndihjálp, beri slys að höndum.

25.2 Verði slys við toglyftu sem ætla má að leiði til líkamstjóns eða umtalsverðs skaða skal það tilkynnt Vinnueftirliti ríkisins. Vinnuslys skal tilkynna í samræmi við reglur þar að lútandi.

26. gr. Viðurlög.

Brot gegn reglugerð þessari varða sektum samkvæmt ákvæðum laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Með mál út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála.

27. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 3. mgr. 3. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og öðlast gildi 1. júní 1990.

Bráðabirgðaákvæði. Ákvæði í gr. 15.3 um stiga og palla gilda ekki um þær lyftur sem teknar hafa verið í notkun fyrir gildistöku reglugerðar þessarar, nema endastöðvar og möstur ásamt undirstöðum þeirra séu hönnuð fyrir það aukna álag sem ákvæðinu fylgir.

Fyrir þær toglyftur, sem teknar hafa verið í notkun, fyrir gildistöku reglugerðar þessarar skal sótt um rekstrarleyfi sbr. gr. 3, fyrir 1. September 1990.

Félagsmálaráðuneytið, 9. maí, 7990.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Óskar Hallgrímsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.