Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

204/1999

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 213/1991 um greiðslur vasapeninga sjúkratryggðra. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. orðist svo:

Upphæð vasapeninga er kr. 16.829 á mánuði. Tekjur að kr. 3.332 á mánuði skerða ekki þessa upphæð. Tekjur umfram kr. 3.332 skerða vasapeninga um 65% þeirra tekna sem umfram eru. Vasapeningar falla þó alveg niður við tekjur kr. 29.223 á mánuði.

2. gr.

5. gr. orðist svo:

Heimilt er að greiða vasapeninga, sem nemur tvöföldum sjúkradagpeningum einstakings eins og þeir eru ákveðnir á hverjum tíma, fyrir hverjar 24 klst. sem sjúklingur dvelst samfellt utan stofnunar án þess að útskrifast. Greiðslur skulu þá að hámarki miðast við 15 sólarhringa í hverjum almannaksmánuði. Í slíkum tilvikum skal liggja fyrir umsókn sjúklings og vottorð sjúkrastofnunar. Greiðslur fara fram mánaðarlega eftir á.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 66. gr., sbr. 5. mgr. 43. gr., laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, öðlast gildi 1. apríl 1999.

Heilbrgðis- og tryggingarmálaráðuneytinu, 25, mars 1999.

Ingibjörg Pálmadóttir.

Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica