Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

201/1998

Reglugerð um greiðslu læknishjálpar við glasafrjóvgun erlendis. - Brottfallin

1. gr.

            Sjúkratryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins er heimilt að taka þátt í kostnaði vegna glasafrjóvgunar íslenskra para erlendis, sem ekki fæst hér á landi, með sama hætti og segir í 35. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, enda séu uppfyllt almenn skilyrði 3. gr. laga nr. 55/1996 um tæknifrjóvgun.

2. gr.

            Glasafrjóvgun skv. reglugerð þessari varðar þau tilvik, þar sem kynfrumur parsins eru notaðar til tæknifrjóvgunar og þau tilvik þar sem notkun gjafakynfrumu er heimil skv. 6. gr. laga nr. 55/1996 um tæknifrjóvgun.

3. gr.

            Tryggingaráð setur nánari reglur um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í glasafrjóvgunarmeðferð samkvæmt reglum þessum. Sjúkratryggingadeild er heimilt að taka þátt í kostnaði sem til hefur verið stofnað eftir 1. júní 1996 vegna slíkrar læknisþjónustu erlendis.

4. gr.

            Tryggingastofnun ríkisins er heimilt að gera samning við erlenda stofnun, sem að mati siglinganefndar skv. 35. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar er fær um að veita þessa læknisþjónustu, þar til fullnægjandi aðstaða verður sköpuð til þess hér á landi.

5. gr.

            Reglugerð þessi er sett með stoð í 35. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 218/1987, um greiðslu læknishjálpar við glasafrjóvgun erlendis.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 26. mars 1998.

Ingibjörg Pálmadóttir.

Guðríður Þorsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica