Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

196/2008

Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1451/2006, frá 29. september 2006, sem vísað er til í XIII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 12/2007, frá 28. apríl 2007, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Ofangreind reglugerð framkvæmdastjórnarinnar er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

Með innleiðingu á reglugerðum Evrópusambandsins breytast ákvæði reglugerðar nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk, þannig að:

A. Eftirfarandi efni er bætt við í I. viðauka:

2. Sníklalyf

2.2. Útsníklalyf

2.2.4. Asýlþvagefnisafleiður

Lyfjafræðilega virk efni

Leifamerki

Dýrategund

MRL

Markvefir

Önnur ákvæði

Flúasúron

Flúasúron

Nautgripir

200 μg/kg

Vöðvi

Ekki ætlað dýrum sem gefa af sér mjólk til manneldis

7000 μg/kg

Fita

500 μg/kg

Lifur

500 μg/kg

Nýru

B. Eftirfarandi efnum er bætt við í II. viðauka:

1. Ólífræn efnsambönd

Lyfjafræðilega virk(t) efni

Dýrategund

Önnur ákvæði

Natríumnítrít

Nautgripir

Eingöngu til staðbundinnar notkunar

2. Lífræn efnasambönd

Lyfjafræðilega virk(t) efni

Dýrategund

Pefórelín

Svín

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum og lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, ásamt síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 8. febrúar 2008.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica