Fjármálaráðuneyti

186/1993

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 470/1991 um endurgreiðslu til sendimanna erlendra ríkja. - Brottfallin

1. gr.

Við 1. gr. bætist ný málsgrein sem orðist svo:

Endurgreiða skal virðisaukaskatt vegna vinnu manna sem unnin er á byggingarstað við nýbyggingu embættisbústaðar sendiherra eða skrifstofuhúsnæðis sendiráðs, þ.m.t. vinnu við framkvæmdir á lóð hússins, jarðvegslagnir umhverfis hús, girðingar, bílskúra og garðhús. Endurgreiðsla virðisaukaskatts tekur á sama hátt til allrar vinnu manna við endurbætur og viðhald framangreinds húsnæðis.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 43. gr. laga nr. 50/1988, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytið, 4. maí 1993.

F. h. r.

lndriði H. Þorláksson.

Jón H. Steingrímsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica