Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 23. apríl 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 30. nóv. 1987

153/1986

Reglugerð um dráttarvélar og hlífabúnað við aflflutning frá þeim

I. KAFLI Markmið.

1. gr.

1.1 Með reglugerð þessari um búnað dráttarvéla og hlífabúnað við aflflutning frá þeim er leitast við að tryggja öryggi og heilsu manna við notkun og meðferð dráttarvéla og tækja tengdra þeim.

1.2 Í reglugerð þessari er kveðið á um skyldur atvinnurekenda, starfsmanna og þeirra er nota, selja, afhenda, setja upp eða gera við vélar og tækjabúnað.

II. KAFLI Skilgreining.

2. gr.

2.1 Dráttarvél er vélknúið ökutæki á minnst tveimur ásum og aðallega er ætlað til eftirtalinna verkefna:

Að drags tengivagna, að bera, drags, ýta eða knýja tæki og vélar, eða flytja afl til tækja þegar svo ber undir.

III. KAFLI Skyldur sölu- og afhendingaraðila.

3. gr.

3.1 Sá sem selur, afhendir eða sýnir dráttarvélar, vélarhluta eða fylgihluti, sem falls undir reglugerð þessa, skal tryggja að það sem hér um ræðir sé, þegar það er sýnt eða afhent til notkunar, útbúið með tilskildum hlífðar- og öryggisbúnaði og notkun þess leiði ekki af sér slysa- og sjúkdómshættu.

3.2 Nauðsynlegar og auðskildar leiðbeiningar á íslensku um meðferð, viðhald, flutning, samsetningu og frágang skulu fylgja þegar viðkomandi hlutir eru afhentir.

3.3 Sé einhver sá búnaður, sem talinn er í 1. mgr. þessarar greinar og tilbúinn er til notkunar, afhentur áfram, endurseldur, lánaður eða leigður, gilds þær reglur sem að ofan greinir.

3.4 Þegar mælt er svo fyrir í reglugerð þessari eða Vinnueftirlit ríkisins krefst þess skal innflytjandi eða framleiðandi láta gera rannsóknir og prófanir sem nauðsynlegar eru til þess að gangs úr skugga um að viðkomandi búnaður standist þær kröfur sem gerðar eru varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi.

3.5 Dráttarvél, öryggisgrind, öryggishús eða aflflutningsbúnaður sem afhentur eða sýndur er hér á landi, skal vera greinilega og varanlega merktur framleiðanda og sé um innflutta dráttarvél eða búnað að ræða, skulu þau tæki einnig merkt nafni og heimilisfangi innflytjanda eða merkt á annan þann hátt að auðvelt sé að komast að raun um hver sé framleiðandi og þegar við á hver sé innflytjandinn.

3.6 Sölu- og afhendingaraðili skal jafnan hafa á boðstólum nauðsynlega varahluti til viðhalds öryggisbúnaði dráttarvéla og aflflutningsbúnaðar sem reglugerð þessi tekur til.

IV. KAFLI Skyldur þeirra sem annast samsetningu og viðhald dráttarvéla.

4. gr.

4.1 Sá sem tekur að sér að setja saman, breyta eða gera við dráttarvél skal fara eftir ákvæðum þessarar reglugerðar.

4.2 Taki viðgerð aðeins til eins eða nokkurra hluta dráttarvélar, skal sá sem verkið vinnur fara eftir ákvæðum reglugerðar þessarar um hvern einstakan hlut vélarinnar.

4.3 Verði sá sem setur saman, breytir eða gerir við dráttarvél var við einhverja ágalla eða vanbúnað sem áhrif kynnu að hafa á aðbúnað, heilsu eða öryggi manna, skal harm umsvifalaust gera eiganda eða þeim sem notar vélina viðvart.

5. gr.

5.1 Ef fjarlægja þarf öryggishlífar eða annað tilsvarandi vegna viðgerðar, skal sá sem verkið vinnur umsvifalaust setja öryggisbúnað á sinn stað aftur eða gera aðrar ráðstafanir, sem jafngildar eru, að verki loknu.

V. KAFLI Skyldur eigenda eða umráðamanna dráttarvéla.

6. gr.

6.1 Eiganda eða umráðamanni dráttarvéla er skylt að sjá svo um að vinnu sé þannig hagað og hún framkvæmd á þann hátt að þeir sem starfa við dráttarvélar séu varðir gegn slysum og sjúkdómum eins vel og kostur er. Hann skal einnig taka tillit til aldurs þeirra, færni og getu til þess að vinna við dráttarvélar á réttan og öruggan hátt.

6.2 Eigandi eða umráðamaður skal gera hverjum þeim, er harm hyggst fela stjórn dráttarvélar eða vinnu við hang, ljósa grein fyrir slysa- og sjúkdómshættu sem kann að vera bundin við starfið. Hann skal þar að auki sjá um að starfsmaður fái þjálfun í að vinna störf sín á þann hátt að ekki stafi hætta af.

6.3 Eiganda eða umráðamanni dráttarvéla er skylt að sjá svo um að dráttarvél sé í löglegu ástandi og þannig haldið við að notkun hennar leiði ekki af sér óþarfa hættur eða óþægindi.

VI. KAFLI Skyldur þeirra sem vinna við dráttarvélar.

7. gr.

7.1 Þeir sem vinna á dráttarvélum eða við þær skulu sýna varkárni og stuðla á allan hátt að sem öruggustum vinnubrögðum.

7.2 Þeim er skylt að fara að fyrirmælum Vinnueftirlitsins og eiganda eða umráðamanns dráttarvélar um notkun hlífabúnaðar.

8. gr.

8.1 Enginn má stjórna dráttarvél á alfaravegum nema harm hafi fengið skírteini til bifreiðaaksturs eða sérstakt skírteini til aksturs dráttarvéla. Ekki þarf ökuskírteini til að aka dráttarvél við landbúnaðarstörf utan alfaravega.

8.2 Ákvæði þetta gildir þó aðeins um almenn landbúnaðarstörf. Séu dráttarvélar með tækjabúnaði lánaðar eða leigðar til vinnu, gildir reglugerð um réttindi til að stjórna vinnuvélum (nr. 198/1983), eftir því sem við á.

VII. KAFLI Aðbúnaður ökumanns.

9. gr.

9.1 Auðvelt skal að komast upp í dráttarvélina. Til að auðvelda umgang eiga að vera þrep og handföng þar sem með þarf.

9.2 Hæð frá jörðu og upp í dráttarvélina eða upp í neðsta þrep skal ekki vera meiri en 55 cm. Þrep skulu vera þannig gerð að ekki myndist á þeim hálka þótt á þau setjist mold eða snjór.

9.3 Fjarlægð á milli tveggja þrepa eða milli þreps og gólfs á ekki að vera meiri en 30 cm.

10. gr.

10.1 Stjórnrými dráttarvélar skal vera nægilega rúmgott og þannig ótbúið að stjórn vélarinnar og tækja, sem tengd eru henni, sé örugg og auðveld án þess að vinnustaða sé óþægileg eða valdi óþarfa álagi á ökumann.

10.2 Gólf í húsi ökumanns skal vera með stömu yfirborði og auðvelt að þrífa.

11. gr.

11.1 Vökvaþrýstilagnir skulu vera úr viðurkenndum efnum og svo frá þeim gengið að þær séu varðar fyrir óeðlilegu sliti eða skemmdum.

11.2 Vökvaþrýstilagnir og tengingar þeirra skulu vera þannig búnar að engin hætta sé á að olía geti sprautast á stjórnanda og valdið skaða.

12. gr.

12.1 Sæti stjórnanda skal

a) vera traust, rúmgott, þægilegt og gefa stjórnanda möguleika á breytilegum stellingum,

b) hafa bakpúða sem styður að mjóhryggnum, þegar ökumaður situr beinn; bakpúðinn skal vera traustur og þægilegur, einnig þegar ökumaður hallar sér aftur í sætinu,

c) hafa áklæði sem ekki hindrar útgufun frá líkamanum,

d) vera með fjaðrabúnaði og höggdeyfingu, auðvelt skal að stilla fjöðrun miðað við þunga ökumanns,

e) vera stillanlegt fram og aftur og í mismunandi hæð á auðveldan hátt án verkfæra.

13. gr.

13.1 Dráttarvélar og stjórnhús þeirra skulu vera svo hönnuð að hávaði valdi sem minnstum óþægindum fyrir stjórnanda.

13.2 Vélar og tæki sem tengd eru dráttarvél skal hljóðeinangra eftir því sem kostur er. Að öðru leyti skal fara eftir ákvæðum sem Vinnueftirlit ríkisins setur á hverjum tíma.

VIII. KAFLI Farþegar.

14. gr.

14.1 Ekki er heimilt að flytja farþega á dráttarvél nema fyrir þá séu þar til gerð sæti og örugg handfesta.

14.2 Á dráttarvél, sem ekki er með húsi, má því aðeins koma fyrir farþegasæti að hjólhlífar séu innan við afturhjól og nái út yfir þau við venjulega sporvídd.

14.3 Farþegasæti skal vera yfir afturási eða aftan við harm. Farþegasæti má ekki vera utan öryggishúss eða öryggisgrindar. Farþegasæti má ekki vera þannig fyrir komið að10. mars 1986 313 Nr. 153 farþeginn hindri stjórnanda dráttarvélarinnar við stjórn hennar á nokkurn hátt. i farþegasæti á að vera mjúkur púði. Farþegasæti og staðsetning þeirra skulu vera viðurkennd af Vinnueftirliti ríkisins.

IX. KAFLI Stjórntæki.

15. gr.

15.1 Stjórntæki skulu vera traust og þannig úr garði gerð að auðvelt sé að beita þeim úr sæti ökumanns, jafnframt skal leitast við að koma í veg fyrir að þeim verði bent af vangá.

15.2 Handföng skulu vera þannig löguð og staðsett að auðvelt sé að ná til þeirra og vinna með þeim.

15.3 Fótstig skulu vera þar sem auðvelt er að stíga á þau með nægjanlegu afli og ekki er hætta á að hreyfing þeirra torveldist af mold, óhreinindum eða aðskotahlutum sem safnast kynnu undir þau.

15.4 Tengslis- og hemlafótstig skulu vera nægilega breið, yfirborð þeirra á að vera hrjúft og þau þannig búin að ekki sé hætta á að fótur renni af þeim.

15.5 Ef hætta er á að stjórntækjum verði ranglega beitt, skal vera á þeim eða við þau greinileg og auðskilin merking með táknum eða texta er gefur til kynna hvernig þau verka í hverri stöðu.

16. gr.

16.1 Stjórntæki fyrir aflúttak með breytilegum snúningshraða skal vera útbúið á þann veg að ekki sé hætta á að snúningshraða verði breytt af vangá.

17. gr.

17.1 Stýrisbúnaðurinn skal þannig gerður að auðvelt sé að stýra dráttarvélinni og ekki sé hætt við höggum upp í stýrishjólið.

18. gr.

18.1 Dráttarvél skal búin góðum hemlum sem vinna jafnt á a. m. k. bæði afturhjól.

18.2 Dráttarvél skal hafa sérstakan stöðuhemil eða búnað sem gerir kleift að læsa fóthemlum með öruggum læsingabúnaði svo að þeir verki sem stöðuhemlar.

18.3 Sé dráttarvél búin aðskildum fótstigum fyrir hemla á hvoru hjóli á sama ási, skal vera hægt að tengja fótstigin saman ef ekki er sérstakt fótstig fyrir hemla á óæði hjólin. 18.4 Hemlar skulu vera auðstillanlegir.

X. KAFLI Búnaður dráttarvéla.

19. gr.

19.1 Áfyllingsstútur fyrir eldsneyti skal vera fyrir utan stjórnhús dráttarvélarinnar.

20. gr.

20.1 Hjólhlífar skulu ná það langt fram að engin hætta sé á að fætur ökumanns snerti hjólin í akstri.

20.2 Hjólhlífar skulu vera innan við afturhjól og ná yfir þau við venjulega sporvídd. Þær skulu vera það háar að nægilegt rými sé fyrir keðjur eða spyrnur.

20.3 Sá sem selur eða afhendir dráttarvél skal geta útvegað hjólhlífar á framhjól, óski kaupandi þess eða sé þess krafist af Vinnueftirliti ríkisins.

21. gr.

21.1 Ekki skal vera hægt að ræsa hreyfil dráttarvélar nema aflrás til drifhjóla hennar sé rofin.

21.2 Ádrepari hreyfilsins skal vera greinilega merktur.

22. gr.

22.1 Hlíf skal vera um kæliviftu til að hindra snertingu við hang. Einnig skulu vera hlífar um reimar og reimhjól.

23. gr.

23.1 Dráttarvél skal vera með hljóðdeyfi.

23.2 Útblástur hreyfilsins um hljóðdeyfi eða neistagildru skal liggja upp á við. Útblástursopið skal að minnsta kosti vera í sömu hæð og efsta brún öryggishúss eða öryggisgrindar. Öll samskeyti útblásturskerfisins skulu vera þétt.

23.3 Sé dráttarvél búin neistagildru skal hún vera af viðurkenndri gerð.

24. gr.

24.1 Dráttarvél skal hafa a. m. k. tvö ljósker er lýsa fram fyrir hang allt að 30 metra. 24.2 Aftan á vélinni skulu vera a. m. k. tvö rauð glitmerki, ekki fjær ystu brúnum en 60 cm, jafnlangt frá hvorri hlið.

24.3 Einnig skal dráttarvélin búin stillanlegu vinnuljósi.

25. gr.

25.1 Dráttarvél skal vera með flautu.

26. gr.

26.1 Stillanlegir baksýnisspeglar skulu vera á hvorri hlið dráttarvélar.

27. gr.

27.1 Mismunadrifslásinn skal vera þannig gerður og merktur að frátenging hans sé örugg og ekki sé hætt við að harm verði tengdur í ógáti.

28. gr.

28.1 Ganga skal frá þrítengibúnaði á þann hátt að sem minnst hætta sé á að líkamshlutar klemmist á milli dráttarvélar og yfirtengis, dráttarstanga eða lyftuarma.

28.2 Lyftuörmum skal unnt að læsa í lyftri stöðu, annað hvort með vökvaafli eða öðrum búnaði.

28.3 Sé vökvakerfið tvívirkt, þ. e. að bæði sé hægt að lyfta örmunum og þrýsta þeim niður, skal það greinilega merkt.

29. gr.

29.1 Á dráttarvél skal vera traustur tengibúnaður og skal honum þannig fyrir komið að notkun hans valdi ekki hættu á að dráttarvélin velti til hliðar, eða aftur yfir sig.

29.2 Efni tengibúnaðar skal prófað eftir alþjóðlegum staðli.

29.3 Sé dráttarvél búin dráttarkrók skal harm vera með læsingu svo að enginn hætta sé á að dráttaraugað losni úr honum í akstri.

29.4 Framan á dráttarvél, fyrir miðju, skal vera unnt að koma fyrir festibúnaði fyrir keðju eða vír svo hægt sé að draga hana.

30. gr.

30.1 Dráttarvél skal þannig búin að unnt sé að setja þyngdarklossa framan á hana.

30.2 Við notkun tækja, sem tengd eru framan á dráttarvél, skal vera mögulegt að þyngja hang að aftan.

XI. KAFLI Drifbúnaður.

31. gr.

31.1 Aflúttak dráttarvélar skal hafa hlífar hvort heldur það er framan á vélinni, til hliðar eða aftan á henni. Hlífar aflúttaks ásamt hlífum drifskafts, sem tengt er vinnuvél eða vagni, skulu við allar aðstæður hylja vel aflúttak og tengingu. Á hlíf aflúttaks skal vera festing fyrir hlíf drifskaftsins sem hindrar að hún snúist með ásnum. Hlífar skulu þannig gerðar að tenging drifskafts sé auðveld.

31.2 Sérstök hlíf (hólkur) skal vera um aflúttakið þegar það er ekki í notkun.

32. gr.

32.1 Reimdrif skulu varin með traustum hlífum.

32.2 Ef reimdrif er þar sem stíga þarf yfir það, þá skulu hlífarnar þola 1200 N (120 kp) stöðugt álag.

XII. KAFLI Öryggishús, öryggisgrind.

33. gr.

33.1 Dráttarvélar, sem vega 500 kg eða meira, skulu vera með öryggishúsi eða öryggisgrind af viðurkenndri gerð til varnar stjórnanda velti dráttarvélin til hliðar eða aftur yfir sig.

33.2 Séu dráttárvélar léttari en 500 kg, getur Vinnueftirlit ríkisins krafist að á þeim sé öryggisgrind eða veltibogi.

34. gr.

34.1 Vinnueftirlit ríkisins viðurkennir öryggishús og öryggisgrindur á dráttarvélum að undangenginni prófun.

34.2 Öryggisgrindur og öryggishús skulu vera prófuð eftir alþjóðlegum stöðlum sem Vinnueftirlit ríkisins getur vikið frá í undantekningartilvikum.

34.3 Í öryggishúsum og öryggisgrindum skal vera áletrunin: "Viðurkennt af Vinnueftirliti ríkisins".

34.4 Umsókn um viðurkenningu skal senda til Vinnueftirlits ríkisins með eftirfarandi upplýsingum:

a) Nafn umsækjanda og heimilisfang. b) Heiti og gerð dráttarvélar.

c) Nafn og heimilisfang framleiðanda öryggishúss eða öryggisgrindar. d) Upplýsingar um eiginleika burðarhluta með tilvísun í staðla.

e) Málsett teikning af öryggishúsi eða öryggisgrind. f) Málsett teikning af festingum við dráttarvél.

g) Skýrsla um prófun eftir gildandi reglum.

34.5 Kostnað vegna prófunar greiðir sá sem óskar eftir henni, t. d. hönnuður, framleiðandi eða seljandi.

34.6 Vinnueftirlit ríkisins getur tekið gildar prófanir frá viðurkenndum erlendum prófunarstofnunum.

35. gr.

35.1 Rými fyrir stjórnanda skal vera nægjanlegt. Í olnbogahæð skal rými vera minnst 45 cm til hvorrar hliðar mælt frá miðpunkti stýrishjóls.

35.2 Hæð frá lestuðu sæti (75 kg) að lægsta hluta þaks skal vera minnst 100 cm og er þá miðað við að sætið sé í efstu stöðu og stillt á stífustu fjöðrun.

35.3 Minnsta fjarlægð frá hringferli stýrishjóls að föstum hlut skal vera 8 cm.

35.4 Lárétt fjarlægð milli sætisbaks í öftustu stöðu og fasts hlutar húss eða grindar skal vera minnst 15 cm.

36. gr.

36.1 Öryggisgrindur skulu vera með þaki.

37. gr.

37.1 Öryggishús og öryggisgrindur skal smíða þannig eða klæða að ekki sé hætta á að útstæðir hlutir svo sem stífur, horn eða brúnir geti valdið meiðslum.

38. gr.

38.1 Auðvelt skal vera að breyta öryggisgrindum í hús með því að klæða þær.

39. gr.

39.1 Öryggishús og öryggisgrindur skulu vera svo úr garði gerðar að þau hindri ekki tengingar hinna ýmsu tækja sem algengt er að tengja við dráttarvé(ar.

40. gr.

40.1 A. m. k. þrjár útkomuleiðir (op) skulu vera á öryggishúsum svo að auðvelt sé að komast út velti dráttarvélin til hliðar eða aftur yfir sig. Útgönguleiðir skal vera auðvelt að opna innan frá.

40.2 Öryggishús dráttarvéla, sem ekið er á ísilögðum vötnum, skulu búin opnanlegu þaki.

40.3 Ef sérstök tæknileg vandkvæði eru á að komast út um þak getur Vinnueftirlit ríkisins vent undanþágu frá þessu ákvæði sé auðvelt að opna fram- eða afturglugga.

41. gr.

41.1 Öryggishús skulu vera með gluggum sem veita góða útsýn. Rúður skulu vera úr öryggisgleri eða öðru viðurkenndu efni sem ekki brotnar í skarpa hluta.

41.2 Öryggishús og öryggisgrindur með framrúðu skulu hafa vélknúna rúðuþurrku.

42. gr.

42.1 Öryggishús skulu vera þannig búin að stjórnandi sé varinn gegn dragsúgi eftir því sem kostur er en jafnframt skal vera nægjanleg loftræsting í húsinu.

42.2 Ef hitakerfi er í öryggishúsi skal hitablástur vera á framrúðu.

42.3 Gengið skal svo frá hitakerfi í húsinu að ekki geti borist inn í það útblástursloft frá hreyfli þótt leki komi frá útblásturskerfi.

43. gr.

43.1 Öryggishús og öryggisgrindur skulu vera auðkenndar með áletrun um gerð og verksmiðjunúmer.

43.2 Í öryggishúsum og öryggisgrindum skulu vera skilti á áberandi stað með varanlegri áletrun þar sem stendur:

AÐVÖRUN

HALDIÐ FAST Í STÝRIÐ EF VÉLIN

VELTUR. STÖKKVIÐ EKKI ÚT.

43.3 Ekki er heimilt að framkvæma breytingar á viðurkenndum öryggishúsum eða öryggisgrindum nema með samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

44, gr.

44.1 Verði öryggishús eða öryggisgrind fyrir áverka, sem áhrif hefur á styrkleika, er notkun dráttarvélarinnar óheimil þar til viðgerð hefur farið fram.

45. gr.

45.1 Hafi öryggishús eða öryggisgrind aflagast verulega, t. d. við veltu eða af öðrum orsökum, skal fulltrúi Vinnueftirlits ríkisins meta hvort viðgerð sé heimil.

45.2 Viðgerðir á burðarhlutum í öryggishúsum og öryggisgrindum mega þeir einir framkvæma sem til slíkra starfa hafa viðurkennd réttindi.

45.3 Sé skipt um bita eða stoðir í öryggishúsi eða öryggisgrind, skulu nýju hlutarnir vera úr samskonar efni og þeir sem fyrir voru. Viðgerð skal framkvæmd með suðuaðferð sem hæfir efninu.

XIII. KAFLI Hlífabúnaður við aflflutning.

46. gr.

46.1 Vél eða tæki, sem knúin eru með aflflutningi frá vélknúnu ökutæki, skulu hafa fastar hlífar sem lykja um aflinntakið. Drifsköft skulu vera með hlífum sem umlykja þau (hólkhlíf).

46.2 Hlífin skal vera sterk og með þannig legum á ásunum að hún geti ekki hreyfst í lengdarlínu. Gerð leganna skal vera í samræmi við þá notkun sem ásinn er gerður fyrir. Hlífin skal vera úr þannig efni að það haldi styrkleika sínum við allt að -35°C.

46.3 Hlífar aflúttaksins skulu þola 1200 N (120 kp) stöðugt álag án verulegra formbreytinga. 46.4 Hlífin skal jafnframt vera þannig gerð að hún, ásamt hlífum um aflúttak á drifvél og aflinntak véla eða tækja, umlyki hjöruliði og vartengsli við altar þær aðstæður sem fyrir geta komið við notkun.

46.5 Unnt skal að festa hlífina þannig að enginn hluti hennar geti snúist með ásnum. Þessar festingar gets t. d. verið keðjur sem festar eru í hlífar um aflúttak og aflinntak. Stagkeðjurnar skulu ekki vera lengri en nauðsyn krefur.

46.6 Hlífarnar skulu vera af þeirri gerð sem Vinnueftirlit ríkisins viðurkennir.

XIV. KAFLI Akstur dráttarvéla á alfaraleið.

47. gr.

47.1 Um akstur dráttarvélar á alfaraleið, ásamt þeim tækjum sem henni eru tengd, gilda ákvæði umferðarlaga og reglugerðar um gerð og búnað ökutækja.

XV. KAFLI Undanþágur.

48. gr.

48.1 Stjórn Vinnueftirlits ríkisins í landbúnaði getur sett reglur um undanþágur frá einstökum ákvæðum reglugerðar þessarar, þegar um er að ræða dráttarvélar sem eingöngu eru ætlaðar til sérstakra takmarkaðra nota.

Viðkomandi dráttarvélar skulu auðkenndar sérstaklega.

48.2 Þurfi að nota dráttarvélar til vinnu innanhúss, þar sem rými leyfir ekki notkun öryggishúss eða öryggisgrindar, er heimilt að nota þær án þessa búnaðar.

Þegar dráttarvélar eru notaðar við þessar aðstæður, skal eigandi eða umráðamaður dráttarvélar sjá svo um að ekki stafi hætta af við slíka vinnu. Skal harm brýna fyrir starfsmönnum að viðhafa sérstaka aðgát við áðurgreindar aðstæður og sjá svo um að öryggishús eða öryggisgrind sé sett strax á dráttarvélina að störfum loknum.

XVI. KAFLI Áfrýjun úrskurða.

49. gr.

49.1 Ákvörðunum forstjóra Vinnueftirlits ríkisins og annarra starfsmanna stofnunarinnar má skjóta til stjórnar Vinnueftirlits ríkisins í landbúnaði innan fjögurra vikna frá því viðkomandi aðila hefur verið tilkynnt ákvörðunin. Stjórnin skal fella úrskurð um málið svo fljótt sem verða má. Sé um að ræða dráttarvél sem notuð er í öðrum atvinnugreinum en landbúnaði má með sama hætti áfrýja úrskurðum til stjórnar Vinnueftirlits ríkisins.

49.2 Úrskurði stjórnarinnar má skjóta til ráðherra innan fjögurra vikna frá því ákvörðun stjórnarinnar var tilkynnt viðkomandi, sbr. þó 2. mgr. 87. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

XVII. KAFLI Viðurlög.

50. gr.

50.1 Brot gegn reglugerð þessari varða sektum nema þyngri hegning liggi við lögum samkvæmt. Með mál út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála.

Ákvæði til bráðabirgða.

1. Dráttarvélar seldar eða afhentar á tímabilinu 1. janúar 1966 til 31. desember 1986 skulu frá 1. janúar 1988 búnar öryggishúsum eða öryggisgrindum skv. greinum 35 til og með grein 38 og gr. 43.1.

2. Dráttarvélar sem seldar eða afhentar voru fyrir 1. janúar 1966, skulu frá og með 15. apríl 1988 búnar öryggisgrind eða veltiboga sem Vinnueftirlit ríkisins viðurkennir, sjá þó gr. 48.1.

3. Dráttarvélar sem seldar eða afhentar eru fyrir 1. janúar 1987, geta fengið tímabundna undanþágu frá reglum þessum. Undanþágur má þó ekki veita frá eftirtöldum greinum: 14. gr. , 18. gr. , 32. gr. , 45. gr. og 46. gr.

4. Um dráttarvélar, sem getið er í 1. og 2. 1ið, skal á aðlögunartímum, eða þar til þær fullnægja skilyrðum skv. áðurgreindum liðum bráðabirgðaákvæðanna, gildir eftirfarandi:

a) Óheimilt er að fela unglingum innan 16 ára stjórn þeirra véla.

b) Notkun þeirra dráttarvéla er eingöngu heimil við störf utan alfaravega.

sjá mynd stjórnt. B bls 319. nr. 153 1986]

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og

öryggi á vinnustöðum sbr. 29. gr., 47. gr., 49. gr. og 6. mgr. 73. gr. öðlast gildi 1. janúar 1987.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.