Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

137/1994

Reglugerð um 5 - 50 kg rétthyrningslaga lóð og 1 - 10 kg sívöl lóð í millinákvæmnisflokki

1. gr. Markmið og gildissvið.

Í reglugerð um mælitæki og aðferðir við mælifræðilegt eftirlit frá 1994, er kveðið á um aðferðir við gerðarviðurkenningu og frumsannprófun. Samkvæmt þeirri reglugerð er í þessari reglugerð settar tæknilegar kröfur um hönnun á rétthyrningslaga og sívölum lóðum í millinákvæmnisflokki.

Reglugerðin gildir um lóð í millinákvæmnisflokki af eftirfarandi málmassa:

  1. Rétthyrningslaga lóð:

    5 kg, 10 kg, 20 kg og 50 kg.

  2. Sívöl lóð:

    1 g, 2 g, 5 g, 10 g, 20 g, 50 g, 100 g, 200 g og 500 g og

    1 kg, 2 kg, 5 kg og 10 kg.

3. gr. Skilgreiningar.

Í reglugerð þessari hafa eftirfarandi orð merkingu sem hér segir:

Frumsannprófun: (EBE-frumsannprófun) Aðferð, sem lýst er almennt í reglugerð um mælitæki og aðferðir við mælifræðilegt eftirlit. Í reglugerð þessari er um að ræða aðferð til að ganga úr skugga um að tiltekin lóð séu í samræmi við mælifræðilegar kröfur þessarar reglugerðar, m.a. um leyfilegt hámarksfrávik og merkingar.

Gerðarviðurkenning: (EBE-gerðarviðurkenning) Gerðarviðurkenning byggir á ítarlegri gerðarprófun, þar sem prófað hefur verið eftir skilgreindum kröfum. Gerðarviðurkenning er venjulega forsenda frumsannprófunar. Lóð þurfa ekki gerðarviðurkenningu.

4. gr. Markaðssetning og merkingar.

Lóð sem mega hafa EBE-merki og tákn eru sýnd og þeim lýst í viðauka I. - IV. Þau þurfa ekki að fá gerðarviðurkenningu heldur eingöngu frumsannprófun.

Óheimilt að neita, banna eða takmarka að rétthyrningslaga eða sívöl lóð af millinákvæmnisflokki séu sett á markað eða tekin í notkun ef á lóðunum er frumsannprófunarmerki.

5. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um vog, mál og faggildingu nr. 100/1992 og með hliðsjón af ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í 2. tölul. IX. kafla, II.viðauka og tilskipun 71/317/EBE um 5 - 50 kg rétthyrningslaga lóð í millinákvæmnisflokki og 1 - 10 kg sívöl lóð í millinákvæmnisflokki, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytið, 28. febrúar 1994.

F. h. r.

Þorkell Helgason.

Sveinn Þorgrímsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.