Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Stofnreglugerð

136/1994

Reglugerð um lóð frá 1 mg - 50 kg í hærri nákvæmnisflokkum

1. gr. Markmið.

Í reglugerð um mælitæki og aðferðir við mælifræðilegt eftirlit, er kveðið á um aðferðir við gerðarviðurkenningu og frumsannprófun. Samkvæmt þeirri reglugerð er í þessari reglugerð mælt fyrir um tækniákvæði sem lóð í hærri nákvæmnisflokkum skulu uppfylla til að setja megi þau óheft á markað og taka í notkun eftir frumsannprófanir og þegar frumsannprófunarmerki hefur verið fest á þau.

Taka skal mið af alþjóðlegum tilmælum nr. 33 frá Alþjóðalögmælifræðistofnuninni um hugtakið "viðtekinn massi".

2. gr. Gildissvið.

Þessi tilskipun tekur til lóða í hærri nákvæmnisflokkum sem hafa nafngildi sem er jafnt og eða meira en 1 mg eða jafnt og eða minna en 50 kg. Hún tekur ekki til karatalóða, sem eru framleidd í SI-stærðum, eða sérstakra lóða sem aðrar tilskipanir gilda um.

3. gr. Skilgreiningar.

Í reglugerð þessari hafa eftirfarandi orð merkingu sem hér segir:

Frumsannprófun: Aðferð, sem lýst er almennt í reglugerð um mælitæki og aðferðir við mælifræðilegt eftirlit. Í þessari reglugerð er um að ræða aðferð til að ganga úr skugga um að tiltekin lóð séu í samræmi við mælifræðilegar kröfur þessarar reglugerðar, m.a. um leyfilegt hámarksfrávik og merkingar.

Gerðarviðurkenning: Gerðarviðurkenning byggir á ítarlegri gerðarprófun, þar sem prófað hefur verið eftir skilgreindum kröfum. Gerðarviðurkenning er venjulega forsenda frumsannprófunar. Lóð þurfa ekki gerðarviðurkenningu.

Grunnlóð: Lóð sem eru notuð við skoðun voga og lóða eru nefnd grunnlóð.

Lóð: Áþreifanlegt mæliáhald fyrir massa með lögboðnum smíða- og mælifræðilegum eiginleikum: lögun, stærð, efni, áferð, málgildi og heimilað hámarksfrávik.

Lóðasamstæða: Röð lóða sem venjulega eru saman í kassa og eru þannig saman sett að unnt er að vigta allar hleðslur frá minnsta málmassa upp í summu allra lóðanna í samstæðunni, í röð þar sem lóðið með minnsta málmassa í samstæðunni er einingin.

Röð í lóðasamstæðu er gjarnan á þennan hátt:

(1; 1; 2; 5) x 10n kg

(1; 1; 1; 2; 5) x 10n kg

(1; 2; 2; 5) x 10n kg

(1; 1; 2; 2; 5) x 10n kg

Í þessum yrðingum er n ýmist núll eða heil jákvæð eða neikvæð tala.

Málgildi lóða: Málgildi lóða skal vera jafnt 1 x 10n kg, 2 x 10n kg eða 5 x 10n kg; í þessum yrðingum er n ýmist núll eða heil jákvæð eða neikvæð tala.

Viðtekinn massi: 3.1. Við 20° C er viðtekinn massi lóðs jafn viðmiðunarmassa með eðlismassanum 8000 kg/m3 sem það er í jafnvægi við í lofti með eðlismassanum 1,2 kg/m3. Heimiluð hámarksfrávik sem um getur í 1. lið viðauka eiga við um viðtekinn massa.

4. gr. Markaðssetning og merkingar.

Lóð sem mega fá EBE-merki og -tákn eru tilgreind í viðaukanum. Þau þurfa ekki að fá gerðarviðurkenningu, en þau þurfa að fá frumsannprófun.

Óheimilt er að hafna, banna eða takmarka notkun eða markaðssetningu lóða sem um getur í 2. gr. ef á lóðunum er merki um frumsannprófun.

5. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um vog, mál og faggildingu nr. 100/1992 og með hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í 10. tölul. IX. kafla II. viðauka og tilskipun 74/148/EBE um lóð sem eru frá 1 mg og upp í 50 kg í hærri nákvæmnisflokkum, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytið, 28. febrúar 1994.

F. h. r.

Þorkell Helgason.

Sveinn Þorgrímsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.