Innanríkisráðuneyti

1285/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 743/2001, um skoðanir ekjuferja og háhraðafarþegafara í millilandasiglingum, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Breyting á heiti reglugerðarinnar.

Heiti reglugerðarinnar verður: Reglugerð um skoðanir ekjuferja og háhraða­farþega­fara í innanlands- og millilandasiglingum.

2. gr.

Breyting á reglugerðinni vegna nýrra samgöngustofnana.

Hvar sem orðin "Siglingastofnun Íslands" og "Siglingastofnun", í hvers konar beygingarfalli, koma fyrir í reglugerðinni kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Samgöngustofa.

3. gr.

Í stað orðsins "Evrópusambandsins" í 3. gr. reglugerðarinnar kemur: Evrópska efna­hags­svæðisins.

4. gr.

Í stað "93/34/EB" í e-lið 1. mgr. 4. gr. kemur: 98/34/EB.

5. gr.

b-liður 1. mgr. 5. gr. orðast svo:

muni samþykkja fyrirfram að rannsóknarnefnd samgönguslysa og sérhvert aðildarríki EES sem hefur mikilla hagsmuna að gæta megi annast, taka fullan þátt í eða eiga samvinnu um allar rannsóknir sjóslysa eða sjóatvika skv. 12. gr., og muni veita aðgang að upplýsingum sem fást úr siglingarrita ferjunnar eða farsins er verður fyrir slíku slysi eða atviki.

6. gr.

16. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Um brot gegn ákvæðum þessarar reglugerðar fer eftir VII. kafla laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, með síðari breytingum.

7. gr.

Í stað orðanna "áætlun um aðgerðir vegna leka" í 1. tölul. III. viðauka kemur: viðbragðs­áætlun gegn tjóni sem veldur leka.

8. gr.

5. málsl. 2. tölul. IV. viðauka orðast svo:

Að viðbragðsáætlanir gegn tjóni sem veldur leka séu jafnan sýnilegar og að yfirmenn skips­ins hafi fengið í hendur handbækur með upplýsingum um viðbragðsáætlanir gegn tjóni sem veldur leka.

9. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 4. mgr. 1. gr. laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 22. desember 2014.

Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica