Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

1152/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 555/2004, um greiðslu barnabóta, með síðari breytingum.

1. gr.

7. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Barnabætur greiðast til framfæranda barns að því marki sem eftirstöðvum nemur þegar frá hafa verið dregnar fyrirframgreiddar barnabætur og ofgreiddar barnabætur.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í A-lið 68. gr. og 121. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2009.

Fjármálaráðuneytinu, 12. desember 2008.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.