Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

1149/2006

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 667/1995, um framtal og skil á virðisaukaskatti, með síðari breytingum.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Í stað "1. málsl." í 2. gr. kemur: 2. málsl.

2. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Aðili, sem selur virðisaukaskattsskylda vöru eða þjónustu fyrir minna en 1.400.000 kr. á heilu almanaksári, skal á næsta almanaksári nota það sem uppgjörstímabil.

Ákvæði 1. mgr. tekur ekki til eftirtalinna aðila:

  1. Aðila sem falla undir 2. gr., 1. mgr. 4. gr. og 5. gr.
  2. Aðila sem skráðir eru samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 577/1989, um frjálsa og sérstaka skráningu vegna leigu eða sölu á fasteign.
  3. Aðila sem gera upp virðisaukaskatt samkvæmt reglugerð nr. 58/1991, um innheimtu virðisaukaskatts af dansleikjum og öðrum skemmtanaskattsskyldum samkomum.
  4. Umboðsmanna erlendra aðila skv. 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 50/1988.

Aðilar sem eru að hefja starfsemi skulu nota almanaksárið sem uppgjörstímabil. Þetta á þó ekki við í eftirfarandi tilvikum:

  1. Þegar aðili fellur undir ákvæði 2. mgr.
  2. Þegar aðili hefur yfirtekið rekstur skv. 4. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1988, enda hafi seljanda ekki borið að gera upp virðisaukaskatt skv. 1. mgr.
  3. Þegar aðili fær skráningu skv. 4. gr. eða 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 515/1996, um skráningu virðisaukaskattsskyldra aðila.
  4. Þegar aðili er að endurhefja starfsemi, þ.e. hefur áður verið skráður á virðisaukaskattsskrá vegna sömu eða sams konar starfsemi og gert upp skv. 1. gr.
  5. Þegar um er að ræða hlutafélag skv. lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, einkahlutafélag skv. lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög, samvinnufélag skv. lögum nr. 22/1991, um samvinnufélög eða sameignarfélag.
  6. Þegar um er að ræða einstakling sem óskar eftir að gera upp virðisaukaskatt samkvæmt almennum uppgjörstímabilum, sbr. 1. gr., ef greinargerð hans um reiknað endurgjald í atvinnurekstri ber með sér að reiknað endurgjald á mánuði verði 100.000 kr. eða hærra.

Skattstjóri skal tilkynna aðila sem gerir upp virðisaukaskatt skv. 1. gr. um breytt uppgjörstímabil hafi hann verið á virðisaukaskattsskrá heilt almanaksár og velta hans í virðisaukaskattsskyldri starfsemi undanfarið almanaksár verið undir þeim fjárhæðarmörkum sem greinir í 1. mgr. Þó skal aðili ekki færast í ársskil ef reiknað endurgjald eða meðallaun sem greidd hafa verið samkvæmt skilagreinum staðgreiðslu eru 100.000 kr. eða hærri á mánuði.

Skattstjóri skal tilkynna aðila sem gerir upp virðisaukaskatt skv. 1. mgr. um breytt uppgjörstímabil þegar fyrir liggur að velta hans á viðkomandi almanaksári hafi farið umfram 1.400.000 kr.

Fari velta þess aðila sem notar almanaksárið sem uppgjörstímabil umfram 3.000.000 kr. skal hann á næsta gjalddaga almennra uppgjörstímabila, sbr. 1. gr., gera upp mismun þess útskatts og innskatts sem fallið hefur á sölu og kaup skattaðila á almanaksárinu. Frá og með því uppgjörstímabili ber honum að gera upp virðisaukaskatt á gjalddögum almennra uppgjörstímabila skv. 1. gr.

Þeim sem notar almanaksárið sem uppgjörstímabil er heimilt að gera skil á virðisaukaskatti viðkomandi árs á gjalddaga þess almenna uppgjörstímabils sem starfsemi lýkur á.

Hafi aðili sem notar almanaksárið sem uppgjörstímabil ekki skilað lögboðinni virðisaukaskattsskýrslu vegna undanfarins almanaksárs getur skattstjóri gert honum að gera upp virðisaukaskatt næsta almanaksárs þar á eftir samkvæmt almennum uppgjörstímabilum, sbr. 1. gr. Skattstjóri skal tilkynna aðila um breytt uppgjörstímabil samkvæmt þessu ákvæði.

3. gr.

Í stað orðsins "skattskylda" í 5. gr. kemur orðið: virðisaukaskattsskylda.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "hafa tveggja mánaða, sex mánaða eða ársuppgjörstímabil" í 6. málsl. 1. mgr. kemur: eru í tveggja mánaða-, sex mánaða- eða ársskilum.
  2. Í stað orðanna "skattskylda veltu" í 3. mgr. 6. gr. kemur: virðisaukaskattsskylda starfsemi.

5. gr.

Í stað orðanna "gera upp virðisaukaskatt skv. 3. gr." í 4. mgr. 10. gr. kemur: nota almanaksárið sem uppgjörstímabil, sbr. 3. gr.,.

6. gr.

Á undan "2. mgr." í 1. mgr. 11. gr. kemur: 1. málsl.

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 1. mgr. 24. gr. og 1. mgr. 49. gr. laga nr. 50/1988 tekur gildi 1. janúar 2007. Þó skulu aðilar sem höfðu veltu af virðisaukaskattsskyldri starfsemi á árinu 2006 á bilinu 800.000 kr. til 1.399.999 kr. eiga val um það hvort þeir nota almanaksárið 2007 sem uppgjörstímabil eða almenn uppgjörstímabil, sbr. 1. gr.

Fjármálaráðuneytinu, 18. desember 2006.

F. h. r.

Baldur Guðlaugsson.

Vala R. Þorsteinsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.