Fjármálaráðuneyti

113/1995

Reglugerð um skattfrelsi norrænna menningarverðlauna. - Brottfallin

Reglugerð um skattfrelsi norrænna menningarverðlauna.

1. gr.

Eftirtalin norræn menningarverðlaun skulu undanþegin tekjuskatti og útsvari þegar þau falla íslenskum ríkisborgurum í skaut:

  1. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.
  2. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs.
  3. Norrænu leikskáldaverðlaunin.
  4. Sonning verðlaunin.
  5. Clara Lachmann verðlaunin.
  6. Bjartsýnisverðlaun Bröstes.
  7. Bókmenntaverðlaun sænsku akademíunnar.
  8. Norrænu barnabókaverðlaunin.
  9. Verðlaun Stofnunar í samanburðarlögfræði við Stokkhólmsháskóla.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 2. mgr. 1. gr. laga nr. 13/1976, um skattfrelsi bókmennta- og tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs, sbr. 64. gr. laga nr. 111/1992, um breytingar í skattamálum, öðlast þegar gildi og kemur fyrst til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og útsvars á árinu 1995 vegna tekna á árinu 1994, sbr. þó 2. mgr.

Þeir sem fengið hafa verðlaun skv. 1. gr. á árunum 1992 og 1993 og greitt hafa af þeim tekjuskatt og útsvar geta sótt um endurupptöku álagðra gjalda til skattstjóra, sem er heimilt að lækka tekjuskattsstofn til samræmis við reglu 1. gr.

Fjármálaráðuneytið, 13. febrúar 1995.
F. h. r.
Snorri Olsen.
Bragi Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica