Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Stofnreglugerð

112/1999

Reglugerð um skráningu byggðarmerkja.

1.gr.

Með skráningu byggðarmerkis hjá Einkaleyfastofu geta sveitarstjórnir öðlast einkarétt á notkun merkis síns.

Umsókn um skráningu byggðarmerkis skal skila skriflega til Einkaleyfastofunnar á þar til gerðu eyðublaði. Í umsókn skal koma fram:

  1. mynd af byggðarmerkinu, ekki stærri en 8 sm í þvermál;
  2. nafn og heimilisfang sveitarfélagsins;
  3. nafn höfundar merkisins;
  4. lýsing á litum í merkinu;
  5. stutt lýsing á táknmáli merkisins.

Jafnframt skal fylgja (á A4 pappír) eitt eintak af merkinu í lit og eitt svart/hvítt eintak eða sams konar myndir í tölvutæku formi.

2. gr.

Með umsókna um skráningu byggðarmerkis skal fylgja gjald, kr. 40.000. Hafi gjald ekki verið greitt innan eins mánaðar frá umsóknardegi fellur umsóknin úr gildi.

3. gr.

Við mótttöku færir Einkaleyfastofan umsóknarnúmer og umsóknardag á umsóknina og lætur sveitarfélaginu í té staðfestingu á mótttöku hennar.

4. gr.

Þaðer skilyrði fyrir skilyrði fyrir skráningu byggðarmerkis að merkið hafi skjaldarlögun og sé í samræmi við eftirfarandi meginrelgur skjaldarmerkjafræðinnar:

  1. lögun merkisins (skjaldarins) skal vera í samræmi við grunnformin A, B, C eða D í viðauka I;
  2. myndfleti merkisins skal skipt I samræmi við grunnskiptingar 1-16 í viðauka II;
  3. mynd í merkinu skal vera einföld og hafa augljósa, táknræna merkingu;
  4. myndin skal vera í tvívídd, fylla vel út í myndflötinn og vera innan heillar skajldarrandar;
  5. litir í merkinu skulu vera fáir en hreinir, til greina koma fjórir grunnlitir, þ.e. blár, grænn, rauður og svartur, og tveir málmlitir, þ.e. gylltur (gukur er jafngildur) og silfraður (hvítur er jafngildur);
  6. málmlitur og grunnlitur skulu snertast, en málmlitir mega ekki liggja saman;
  7. bókstafir, tölustafir og önnur hliðstæð tákn skulu ekki vera í merkinu.

5. gr.

Byggðarmerki er ekki unnt að skrá ef merkið hefur að geyma án heimildar:

  1. þjóðfána, ríkistákn, opinber alþjóðamerki, skjaldarmerki eða annað sem til þess er fallið að villst verði á því og framangreindum merkjum;
  2. opinber skoðunar- eða gæðamerki eða opinbera stimpla eða annað sem til þess er fallið að villst verði á því og framangreindum merkjum, eða
  3. skráð vörumerki, félaga- eða gæðamerki eða heiti á atvinnustarfsemi, merki sem sótt hefur verið um skráningu á eða annað sem til þess er fallið að villst verði á því og framangreindum merkjum.

6. gr.

Þegar meðferð umsóknar um byggðarmerki er lokið og umsóknin hefur verið samþykkt er merkið skráð og birt almeningi í ELS-tíðindum sem Einkaleyfastofan gefur út.

Ef synjað er um skráningu skal umsækjanda tilkunnt það og ákvörðun rökstudd. Veita skal umsækjanda frest tikl að gera athugasemdir. Leggi umsækjandi ekki fram gögn eða komi fram með rök er breytt geta ákvörðun um synjun fellur umsóknin úr gildi.

7. gr.

Skráð byggðarmerki skal afmá:

  1. 1.samkvæmt beiðni eiganda þess;
  2. ef eigandi þess er ekki lengur sjálfstætt sveitarfélag, eða
  3. ef sveitarfélagi er óheimilt að nota hið skráða byggðarmerki samkvæmt lokaniðurstöðu dómstóla.

Hafi byggðarmerki verið afmáð skal birta um það tilkynningu í ELS-tíðindum.

8. gr.

Synjun Einkaleyfastofu um skráningu byggðarmerkis má bera undir dómstóla.

9. gr.

Skráningu byggðarmerkis er unnt að fella úr gildi með dómi.

Sérhverjum, sem hefur lögmætra hagsmuna að gæta, er rétt að höfða mál gegn eiganda byggðarmerkis í því skyni að skráning merkisins verði felld úr gildi.

10. gr.

Einkaleyfastofan heldur skrá um byggðarmerki. Öllum er heimill aðgangur að skránni.

Fyrir útskrift af skráðu merki skal greiða kr. 500.

11. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1998 og öðlast gildi við birtingu.

Iðnaðarráðuneytinu, 16. febrúar 1999.

Finnur Ingólfsson.

Þórður Friðjónsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.