Fara beint í efnið

Prentað þann 24. apríl 2024

Breytingareglugerð

1049/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 205 4. febrúar 2009, um lögreglustjórasáttir.

1. gr.

Heiti reglugerðarinnar verður: Reglugerð um lögreglustjórasektir.

2. gr.

Í stað orðins "lögreglustjórasátta" í lokamálslið 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: lögreglustjórasekta.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Fyrirsögn greinarinnar verður: Heimild til að ljúka málum með lögreglustjórasekt.
  2. Í stað orðsins "lögreglustjórasátt" í 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. kemur: lögreglustjórasekt.
  3. Í stað orðsins "sátt" í lok 2. málsl. 2. mgr. kemur: sekt.
  4. Í stað orðsins "sátta" í lok 2. málsl. 3. mgr. kemur: sekta.

4. gr.

Í stað orðsins "sátt" í 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur: sekt.

5. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 7. gr. reglugerðarinnar:

  1. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður svohljóðandi: Skýrsla sem gerð er á vettvangi skal skráð á eyðublað sem útgefið er af ríkislögreglustjóra.
  2. Á eftir 1. mgr. koma fjórar nýjar málsgreinar svohljóðandi:

    Ef brot er játað á vettvangi en sekt ekki greidd á staðnum skal senda sakborningi greiðsluseðil og sektina til innheimtu hjá Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar.

    Á greiðsluseðli skal koma fram dagsetning greiðsluseðils, nafn sakbornings, kennitala hans og heimilisfang, númer máls, stutt lýsing á broti, hvar og hvenær það var framið og þau refsiákvæði sem við eiga. Greint skal frá því að sakborningur eigi þess kost að ljúka máli með greiðslu sektarinnar innan 30 daga frá dagsetningu greiðsluseðils. Á greiðsluseðli skal tekið fram að greiði sakborningur sektina færist þau málalok ekki á sakaskrá. Þegar um umferðarlagabrot er að ræða skal, sem auk sektar varðar punktum, koma fram á greiðsluseðli hversu mörgum punktum brot varði samkvæmt reglugerð um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota.

    Ákveði lögreglustjóri að nýta heimild umferðarlaga til að veita afslátt af sektarfjárhæð skal koma fram á greiðsluseðli að veittur sé afsláttur ef sektin ásamt sakarkostnaði greiðist að fullu innan 30 daga frá dagsetningu greiðsluseðils.

    Ef sakborningur sinnir ekki greiðsluskyldu sinn skal senda honum, innan 10 daga frá lokum frestsins skv. 4. mgr., ítrekun þar sem honum er gefinn 30 daga frestur til að greiða eða semja um greiðslu sektar. Þá skal koma fram í ítrekunarbréfi að sinni sakborningur ekki ítrekunni kann að verða krafist aðfarar samkvæmt 4. tl. 1. mgr. 1. gr. aðfararlaga nr. 90/1989 án frekari fyrirvara.

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "en kemur á skrifstofu lögreglustjóra" í 1. málsl. 5. mgr. kemur: lýsir yfir vilja til að greiða.
  2. Í stað orðanna "sex mánaða" í lok 1. málsl. 5. mgr. kemur: eins árs.
  3. Við 5. mgr. bætist nýr málsliður: Heimilt er að veita lengri greiðslufrest en eitt ár ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi.

7. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "lögreglustjórasátt" kemur: lögreglustjórasekt.
  2. Í stað orðsins "sáttina" kemur: sektina.

8. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 1. mgr. 151. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88 12. júní 2008 með síðari breytingum öðlast gildi þegar í stað.

Innanríkisráðuneytinu, 16. nóvember 2012.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.