Umhverfisráðuneyti

1030/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004, um markaðssetningu sæfiefna. - Brottfallin

1. gr.

Við 33. gr. bætist nýr töluliður, f-liður, sem orðast svo:

 

f)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1451/2007 frá 4. desember 2007 um annan áfanga 10 ára vinnuáætlunarinnar sem um getur í 2. mgr. 16. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna, sem vísað er til í tl. 12ze í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 132/2009, frá 4. desember 2009. Reglugerðin er birt í fylgiskjali 4.



2. gr.

Í töflu í A. hluta V. viðauka, "Virk efni sem heimilt er að nota í sæfiefni", bætast við efni, sbr. töflu í I. viðauka við þessa reglugerð.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum, og lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi gerðum:

 

1)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1451/2007, sbr. 1. gr.

 

2)

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2008/15/EB frá 15. febrúar 2008 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu klóþíanidíni við í I. viðauka við hana, sem vísað er til í tl. 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 28/2009, frá 17. mars 2009.

 

3)

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2008/16/EB frá 15. febrúar 2008 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu etófenproxi við í I. viðauka við hana, sem vísað er til í tl. 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 28/2009, frá 17. mars 2009.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 15. desember 2009.

F. h. r.
Sigríður Auður Arnardóttir.

Kristín R. Snorradóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica