Umhverfisráðuneyti

1016/2010

Reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð nr. 441/1998. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

2. mgr. 126. gr. orðast svo:

Um hönnun og útreikninga á burðarvirkjum gilda íslenskir þolhönnunarstaðlar sem eru evrópsku staðlarnir um þolhönnun (Eurocodes) ásamt íslenskum þjóðarviðaukum.

2. gr.

1. mgr. 131. gr. orðast svo:

Um sement, steinsteypu og steinsteypuvirki gilda íslenskir þolhönnunarstaðlar, sbr. gr. 126.2. Jafnframt gilda staðlarnir ÍST EN 197-1, ÍST EN 206 og ÍST EN 13670.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 37. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 22. desember 2010.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica