Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

96/2016

Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Jemen nr. 880/2015.

1. gr. Þvingunaraðgerðir.

Eftirfarandi töluliðir skulu bætast við 2. gr. reglugerðar um þvingunaraðgerðir varðandi Jemen nr. 880/2015.

1.2 Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/1927 frá 26. október 2015 um framkvæmd ákvörðunar 2014/932/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Jemen, fylgiskjal 1.2.
2.3 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2015/1920 frá 26. október 2015 um framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 1352/2014 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Jemen, fylgiskjal 2.3.

2. gr. Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 22. janúar 2016.

Gunnar Bragi Sveinsson.

Stefán Haukur Jóhannesson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.