Fjármálaráðuneyti

95/1962

Reglugerð um sameiginlega innheimtu opinberra gjalda í Reykjavík - Brottfallin

REGLUGERÐ

Um sameiginlega innheimtu opinberra gjalda í Reykjavík.

Í Reykjavík hefur, í samræmi við lög nr. 68/1962, verið gerður samningur milli fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, borgarstjóra f. h. borgarsjóðs og Sjúkrasamlags Reykjavíkur, um sameiginlega innheimtu opinberra gjalda. Sérstök stofnun, Gjaldheimtan, innheimtir gjöld og starfar hún á vegum Reykjavíkurborgar. Heimilt er að innheimta í einu lagi á sérstökum gjaldheimtuseðli þinggjöld, er innheimt hafa verið samkvæmt skattreikningi, útsvör, aðstöðugjald og sjúkrasamlagsgjöld. Um innheimtu gjalda samkvæmt gjaldheimtuseðli, svo og gjald ársgjalda og ábyrgð á greiðslu, gilda eftirfrandi reglur.

1. gr.

Gjalddagar opinberra gjalda samkvæmt gjaldheimtuseðli, skulu vera sem hér segir:

a.        Með fimm jöfnum greiðslum, er falla í gjalddaga 1. febrúar, 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní, skal innheimta til greiðslu upp í gjöld yfirstandandi árs hjá hverjum gjaldanda fjárhæð jafnháa allt að helmingi sameiginlegra gjalda, sem honum bar að greiða næst liðið ár. Nú hafa tekjur gjaldanda á gjaldárinu verið lægri en á næsta ári áður, svo að nemi 30% eða þar yfir, eða ástæður hans versnað með öðrum hætti svo mjög, að vænta megi þess, að mun lægri gjöld verði lögð á hann en árið áður, og getur hann þá krafizt lækkunar á greiðslum samkvæmt þessum staflið. Skattstjóri ákveður lækkunina. Né verður ljóst, þegar álagningu lýkur, að gjaldandi hefur þegar greitt meira en álögðum gjöldum nemur, og skal þá endurgreiða það, sem ofgreitt var, ásamt 1/2% vöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði, sem féð var í vörzlum Gjaldheimtunnar.

b.       Álögð gjöld, að frádregnu því, sem greitt hefur verið samkvæmt a-lið, ber gjaldanda að greiða með fimm sem næst jöfnum greiðslum, þ. 1. ágúst, 1. sept., 1. okt., 1. nóv. og 1. des.

c.        Allar greiðslur samkvæmt þessari grein, skulu inntar af hendi í heilum krónum eða heilum eða hálfum tug króna, eftir ákvörðun Gjaldheimtunnar.

d.       Vangreiðsla á hluta gjalda samkvæmt þessari grein, veldur því, að öll gjaldandans á gjaldárinu falla í eindaga 15 dögum eftir gjalddagann, þó ekki fyrr en 15. Næsta mánaðar eftir að álagningu er lokið.

2. gr.

Ef gjöld samkvæmt gjaldheimtuseðli eru ekki greidd áður en 2 mánuðir eru liðnir frá gjalddaga, skal greiða dráttarvexti af því, sem ógreitt er, 1% fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði, sem líður þar fram yfir frá gjalddaga, unz gjaldið er greitt.

3. gr.

a.        Hjón bera gagnkvæma ábyrgð á greiðslum opinberra gjalda, sem á þau eru lögð, enda búi þau saman, þegar álagning fer fram.

b.       Þeir, sem hafa á hendi fjárforræði ómyndugra, greiða opinber gjöld þeirra og bera ábyrgð á greiðslu þeirra (faðir eða foreldrar fyrir börn, stjúpbörn og fósturbörn, skiptaráðendur fyrir dánarbú- og þrotabú o. s. frv.).

c.        Aðalumboðsmenn erlendra félaga eða stofnana, sem hér eiga að greiða opinber gjöld, bera ábyrgð á greiðslu þeirra fyrir þessa gjaldendur.

d.       Stjórnendur hlutafélaga, sem greiða erlendis heimilisföstum aðilum arð af hlutafé í félögum eða fyrirtækjum hér á landi, skulu við greiðslu halda eftir sem svarar opinberum gjöldum af arðinum og tilsvarandi hlutafjáreign eða stofnfé. Ef hlutaðeigandi aðilar vanrækja þetta og greiða eigi gjöldin, bera þeir sjálfir ábyrgð á greiðslu þeirra.

e.        Við greiðslu út úr landinu á launum, biðlaunum eða styrk úr ríkissjóði eða frá opinberri stofnun innlendri, skal halda opinberum gjöldum eftir, þ. e. greiða fjárhæðirnar að frádregnum að frádregnum gjöldum.

f.         Óheimilt er að slíta félagi og úthluta eignum þess fyrr en opinber gjöld þess hafa að fullu verið greidd fyrir allan starfstíma félagsins.

g.       Um ábyrgð kaupgreiðslna á opinberum gjöldum starfsmanna fer skv. 4. og 5. gr.

h.       Sá, sem hefur í þjónustu sinni erlenda menn, sem dvelja um stundarsakir eða samkvæmt atvinnuleyfi um tiltekinn tíma, ber fulla ábyrð á greiðslu opinberra gjalda þessara manna, svo sem um hans eigin gjöld væri að ræða. Nú eru kaupgreiðendur aðila fleiri en einn á hinu á hinu sama ári og bera þeir þá hlutfallslega ábyrgð, miðað við þá fjárhæð, sem þeir hafa greitt honum í kaup.

Til tryggingar ábyrgð þeirri, er að framan getur, skal kaupgreiðanda heimilt að halda eftir af kaupi gjaldanda allt að 20% af laununum. Ef kaup aðila er hærra en sem svarar kr. 6000 á mánuði, skal kaupgreiðanda þó heimilt að halda eftir allt að 35% af kaupinu.

i.         Nú er far látið í té án þess að gætt sé fyrirmæla í 7. og 8. gr. og ábyrgist þá útgerð hlutaðeigandi skips eða flugvélar ógreidd gjöld farþega sem eigin gjöld. Hver sá aðili, er með ólöglegu atferli kann að vera valdur eða meðsekur að því, að einhver komist úr landi án þess að greiða gjaldkræf opinber gjöld, ber einnig sams konar ábyrgð á hinum vangoldnu gjöldum.

4. gr.

a.        Kaupgreiðendur ábyrgast, að gjaldendur, sem þeir greiða kaup, standi skil á opinberum gjöldum, skv. gjaldheimtuseðil álögðum á gjalddögum, sem ákveðnir eru samkvæmt 1. gr., eða þegar kaup fellur til útborgunar eftir gjalddaga, og er kaupgreiðanda rétt og skylt að halda eftir af kaupinu til greiðslunnar, enda hafi áður komið fram krafa frá Gjaldheimtunni til kaupgreiðanda um, að hann haldi eftir af kaupinu fyrir greiðslunni.

b.       Vilji Gjaldheimtan haga innheimtunni á þann veg, sem segir í a-lið, skal hún senda hverjum kaupgreiðanda í tæka tíð tilkynningu um obinber gjöld skv. gjaldheimtuseðli sé að ræða. Skal kaupgreiðandi láta gjaldanda í té slíka kvittun í hvert sinn, er hann greiðir upp í gjöld sín. Samriti af kvittuninni ber kaupgreiðanda að skila um leið og hann afhendir greiðsluna til Gjaldheimtunnar.

c.        Orðið kaup tekur til hvers konar kaups, launa aflahlutar eða annarrar þóknunar, þ. á. m. eftirlauna, hvort sem greitt er samkvæmt vinnusamningi, ákvæðisvinnusamningi eða öðrum samningum eða ákvörðunum.

d.       Kaupgreiðandi telst sérhver sá, sem innir framangreindar greiðslur af hendi, hvort heldur fyrir sjálfan sig eða aðra, þe. á. m. kaupgreiðslustöðvar. Taki hlutarmaður aflahlut sinn og selji öðrum, telst kaupandinn kaupgreiðandi.

e.        Gjaldheimtan getur og gert kröfu um, að kaupgreiðendur haldi eftir af kaupi kaupþega til greiðslu á eldri skuldum samkvæmt gjaldheimtuseðli, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði.

f.         Til lúkingar greiðslum samkvæmt e-lið skal þó ekki haldið eftir meira en 2/5 hlutum af því kaupi, sem til útborgunar á að koma hverju sinni, hjá gjaldanda, sem á fyrir heimili að sjá, en ella, 2/3. Nú skuldar maður opinber gjöld eldri en frá síðasta gjaldári, og getur Gjaldheimtan þá ákveðið, að hærri hlutfallstölu skuli haldið eftir af kaupi hans upp í gjöldin.

g.       Allir kaupgreiðendur skulu, þegar Gjaldheimtan krefst þess, skyldir til að láta henni í té skýrslu, munnlega eða skriflega, eftir því sem hún óskar, um nöfn starfsmanna, sem taka kaup hjá þeim, stöðu þeirra, fæðingardag og ár, heimilisfang, launakjör, upphæð kaups, hvernig kaup er greitt, gjalddaga og önnur atriði, sem Gjaldheimtan óskar að fá vitneskju um vegna innheimtu opinberra gjalda af kaupi. Gjaldheimtan getur krafið um framangreindar skýrslur með munnelgri kröfu eða skriflegri, svo og með almennri auglýsingu, og setur Gjaldheimtan kaupgreiðendum frest til að skila skýrslum.

h.       Allir, sem hafa með höndum atvinnurekstur með aðkeyptu vinnuafli verkafólks, skulu að kröfu Gjaldheimtunnar skyldir til að senda henni kaupskrár sínar eð a afrit af þeim það senmma, að unnt sé að gera kröfu um greiðslur þeirra, er við kaupi eiga að taka , áður en til útborgunar kemur.

i.         Kaupgreiðandi, sem skyldur er að halda eftir af kaupi samkvæmt því, er í grein þessari segir, skal við hverja útborgun, þar með staldar hvers konar greiðslur upp í kaup, draga af kaupi gjaldanda fjárhæð, er nægir, til greiðslu samkvæmt a-lið, og heimilt er honum að draga af kaupi samkvæmt c- og fl liðum, svo og 20% af kaupi daglaunafólks samkv. h-lið, þó ekki af lægri kaupfjárhæð en 100 krónum, og skila Gjaldheimtunni því, sem þannig er haldið eftir, innan sex virkra daga frá útborgunardegi, og er sú greiðsla bindandi fyrir gjaldandann. Nú er kaup greitt að einhverju leyti í öðru en peningum, svo sem fæði, húsnæði eða öðrum hlunnindum, og skulu þá þessi hlunnindi talin með kaupgreislu á því verði, sem þau eru almennt metin til skatts.

j.         Nú hættir gjaldandi að taka kaup hjá kaupgreiðanda, er krafinn hefur verið um greiðslu upp í opinber gjöld hans, áður en umrædd skuld er að fullu greidd, og skal kaupgreiðandi þá tafalaust tilkynna Gjaldheimtunni brottför gjaldandans.

k.        Gjaldandi og kaupgreiðandi mega ekki slíta vinnusamningi fyrir það eitt, að krafizt hefur verið greiðslu opinberra gjalda af kaupi gjaldanda.

l.         Ef kaupgreiðandi:

13.     vanrækir að láta Gjaldheimtunni í té umkrafðar skýrslur og upplýsingar um gjaldendur innan tiltekins frests,

14.     greiðir gjaldanda kaup á þess að halda eftir þeirri fjárhæð, sem skylt var samkvæmt þessari grein,

15.     skilar eigi til Gjadheimtunnar eða umboðsmanna hennar, svo sem segir í i-lið,

16.     tilkynnir ekki brottför gjaldanda, svo sem segir í j-lið, þá ábyrgist hann sem geymslufé þá fjárhæð, sem haldið var eftir hjá gjaldanda upp í skuld hans, en sem eigin skuld opinerra gjalda það, sem halda hefði mátt eftir, ef kaupgreiðandi hefði ekki vanrækt skyldur þær, sem honum bar að rækja samkvæmt þessari grein. Má gera lögtak hjá kaupgreiðanda til tryggingar þessum skuldum eftir sömu reglum og gera hefði mátt lögtak hjá gjaldanda sjálfum.

q.       Gjaldandi, sem ofgreitt hefur opinber gjöld til kaupgreiðanda sasmkvæmt þessari grein, á rétt til endurgreiðslu beint frá Gjaldheimtunni, hvort sem kaupgreiðandi hefur skilað gjöldunum eða ekki.

5. gr.

Á sama hátt og með sömu viðurlögum og í 4. gr. segir, getur Gjaldheimtan eða innheimtumaður, er hún setur fyrir sig, krafizt greiðslu opinberra gjalda af kaupi gjaldþegna hjá kaupgreipanda í öðru sveitarfélagi, svo og skýrslna um starfsmenn, sbr. g- og h-liði, þó ekki með almennri auglýsingu.

6. gr.

Kaupgreiðandi skal tilkynna skattstjóra mánaðarlega kaupgreiðslu til manna þeirra, sem um ræðir í h-lið 3. gr. og skila tryggingarfénu, sem haldið var eftir af kaupi þeirra, til Gjaldheimtunnar innan sex virkra daga frá útborgunardegi.

Ef fjárhæð sú, sem heimilt er að halda eftir til að fullnægja skyldu til greiðslu opinberra gjalda, er sýnilega of há eða of lág, getur gjaldandi eða Gjaldheimtan, svo og kaupgreiðandi, snúið sér til skattstjóra og farið fram á, að hann úrskurði um, hve miklu skal haldið eftir af kaupi gjaldanda til að standast téðar greiðslur. Ábyrgð kaupgreiðanda á þeim greiðslum, sem umfram kunna að vera þá upphæð, sem haldið var eftir samkvæmt úrskurðinum, fellur niður, enda hafi kaupgreiðandi skýrt rétt frá málavöxtum.

Jafnskjótt og opinber gjöld gjaldanda hafa verið ákveðin, skal Gjaldheimtunni skylt að endurgreiða gjaldanda það, sem opf mikið kann að hafa verið greitt til hennar.

Taka má áðurnefnd gjöld lögtaki hjá gjaldanda sjálfum, svo og hjá þeim, er ábyrgð bera á þeim.

7. gr.

Nú er einhver þeirra erlendu gjaldanda, sem um ræðir í h-lið 3. gr., á förum af landi burt, og skal honum þá skylt að tilkynna skattstofu um það með a. m. k. einnar viku fyrirvara. Sé kaupgreiðandi kunnugt um brottförina, ber honum einnig að tilkynna hana framangreindum aðila. Jafnframt gefur kaupgreiðandi skattstofunni skýrslu um allar kaupgreiðslur til gjaldanda hér á burtfararárinu til brottfarardags.

Skattstofan ákveður opinber gjöld gjaldanda af tekjum hans frá komudegi til brottfarardags og tilkynnir kaupgreiðand, gjaldnanda sjálfum og Gjaldheimtunni um álagningu þegar í stað.

Óheimilt er að selja þeim gjaldendum, er um ræðir í h-lið 3. gr., farmiða eða taka þá til flutnings til útlanda, nema færðar séu sönnur á með vottorði Gjaldheimtunnar, að opinber gjöld séu að fullu greidd eða trygging sett fyrir greiðslu þeirra. Einnig er útgerð skips eða flugfélagi óheimlt að leysa starfsmann sinn úr þjónustu erlendis, nema opinber gjöld hans hafi verið greidd eða trygging sett fyrir greiðslu.

Lögreglustjóra eða útlendingaeftirliti er heimilt að banna farþegum að fara úr landi, hafi þeir aflað sér fars án þess að gætt hafi verið ákvæða hér á undan. Einnig getur lögreglustjóri bannað brottför annarra en farþega, ef ætla má, að þeir eigi ólokið greiðslum opinberra gjalda hér á landi.

8. gr.

Enginn má selja innlendum manni eða láta honum á annan hátt í té far til útlanda, nema færðar séu sönnur á með vottorði Gjaldheimtunnar, að opinber gjöld hans hafi verið greidd eða um þau samið.

Nú ætlar maður af landi brott alfarinn eða til langdvalar, og má þá skylda hann til að greiða áður en hann fer úr landi opinber gjöld sín til brottfarardags, eða tryggja greiðslu á þeim sem hér segir:

1.        Opinber gjöld vegna undanfarinna ára skal honum skylt að greiða að fullur, eða - ef Gjaldheimtan telur það nægja - að setja fyrir þeim tryggingu.

2.        Opinber gjöld fyrir þann hluta brottfararárins, sem liðinn er við brottför, skal hann tryggja með greiðslu inn á biðreikning hjá Gjaldheimtunni eða setja fyrir þeim fullnægjandi tryggingu. Sé krafizt greiðslu inn á biðreiking, skal fjárhæð greiðslunnar ákveðin hlutfallslega eftir dvöl gjaldanda í landinu á brottfararárinu og gjöldum hans fyrir síðastliðið ár, nema ástæða þyki til að ákveða greiðsluna hærri eða lægri vegna breytinga á hag gjaldanda.

Víkja má frá ákvæðum þessarar greinar, telji Gjaldheimtan eigi þörf sérstakrar tryggingar, eða ef sérstaklega stendur á.

9. gr.

Gjöld, sem innheimt eru samkvæmt gjaldheimtuseðli, svo og dráttarvexti af þeim, má taka lögtaki í einu lagi. Sama gildir um fyrirframgreiðslu.

Gjaldheimtan er aðili að málum, sem rísa kunna af innheimtu hinna ýmsu gjalda, er henni er falið að krefja.

10. gr.

Heimilt er að beita um einstök gjöld hinnar sameiginlegu innheimtu ákvæðum einstakrar heimildarlaga og gildandi reglugerða, er settar hafa verið samkvæmt þeim, að svo miklu leyti, sem þar er að finna fyllri ákvæði um innheimtu og ábyrgð greiðslu en hér eru sett.

11. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 3. gr. í lögum nr. 68/1962, um heimild til sameiginlegrar innheimtu opinberra gjalda og heimildum í lögum um hin einstöku gjöld, sem innheimt verða samkv. gjaldheimtuseðli, kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 1962. Gilda ákvæði hennar einnig um innheimtu eftirstöðva einstakra gjalda, er þá kunna að vera ógreidd, að svo miklu leyti, sem Gjaldheimtunni verður falið að innheimta slíkar eftirstöðvar.

Fjármálaráðuneytið, 14. ágúst 1962.

F. h. r.

Sigtr. Klemenzson.

_______________

Kristján Thorlacius.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica