Velferðarráðuneyti

93/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1042/2013, um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga og félagasamtaka sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum. - Brottfallin

1. gr.

17. gr. fellur brott.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr.:

  1. 1. mgr. orðast svo: Íbúðalánasjóði er óheimilt að lána til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum sem fara yfir það hámarksverð sem tiltekið er í ákvæði þessu og miðast við fermetrafjölda íbúðar. Skal hámarksverð íbúða skv. 1. málsl. vera sem hér segir:
    1. Allt að 60 m² íbúðir: 19.754.000 kr.
    2. Allt að 70 m² íbúðir sem eru stærri en 60 m²: 21.786.000 kr.
    3. Allt að 90 m² íbúðir sem eru stærri en 70 m²: 25.850.000 kr.
    4. Allt að 105 m² íbúðir sem eru stærri en 90 m²: 28.899.000 kr.
    5. Allt að 120 m² íbúðir sem eru stærri en 105 m²: 31.948.000 kr.
    6. Allt að 130 m² íbúðir sem eru stærri en 120 m²: 33.980.000 kr.
  2. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi: Við útreikning á stærð leigu­íbúðar skal taka mið af birtu flatarmáli hennar samkvæmt reiknireglum Þjóðskrár Íslands ásamt reglugerð um eignaskiptayfirlýsingar og útreikning hlutfallstalna o.fl. í fjöleignarhúsum, nr. 910/2000, með síðari breytingum.
  3. Í stað "1.-3. mgr." í 4. mgr., sem verður 5. mgr., kemur: 1.-4. mgr.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 23. gr.:

  1. Í stað "4.057.000 kr." kemur: 4.203.000 kr.
  2. Í stað "679.000 kr." kemur: 703.000 kr.
  3. Í stað "5.681.000 kr." kemur: 5.886.000 kr.

4. gr.

Í stað "4.379.000 kr." í 1. mgr. 24. gr. kemur: 4.537.000 kr.

5. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 28. janúar 2014.

Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.

Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica