Innanríkisráðuneyti

88/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð um almannaflug flugvéla, nr. 694/2010, með síðari breytingum.

1. gr.

Síðari málsliður b-liðar 4.12 gr. í viðauka I orðast svo:

Flugmálastjórn Íslands getur veitt undanþágu til notkunar á sjálfvirkum sendi fyrir flugvélar sem sendir eingöngu á tíðninni 121,5 MHz til 1. febrúar 2014. Skilyrði undan­þágu er háð því að fyrir liggi umsókn þar um ásamt áætlun um hvenær endurnýjun sendis sem uppfyllir kröfur reglugerðarinnar verði lokið.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 28. gr. e. og 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 1. febrúar 2012.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica