Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

85/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð um ökukennslu, próf ökumanna o.fl., nr. 787 13. desember 1983. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um ökukennslu, próf ökumanna o.fl.,
nr. 787 13. desember 1983.

 

1. gr.

                Í stað "níu" í 2. mgr. 17. gr., sbr. reglugerð nr. 219/1994, komi: fimmtán.

 

2. gr.

                52. gr. b, sbr. reglugerð nr. 202/1993, breytist þannig:

a.             Við greinina bætist nýir stafliðir, f- og g-, svo hljóðandi:

                f.              Þeir sem fyrir 1. janúar 1997 hafa öðlast réttindi til að mega stjórna vörubifreið sem er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd mega stjórna bifreið, annarri en hópbifreið, sem er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd.

                g.             Þeir sem fyrir 30. desember 1996 hafa öðlast réttindi til að mega stjórna dráttarvél, léttu bifhjóli eða torfærutæki mega til 30. júní 1999 stjórna torfærutæki.

b.             Núverandi f-liður verði h-liður.

 

3. gr.

                Ákvæði 3. mgr. 45. gr., sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 681/1996, komi til framkvæmda 1. apríl 1997.

 

4. gr.

                Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 50., 52. og 57. gr. umferðarlaga nr. 50 30. mars 1987, sbr. lög nr. 44. 7. maí 1993 og nr. 138 18. desember 1996, öðlast þegar gildi.

 

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 30. janúar 1997.

 

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica