Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

84/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 543, 22. júlí 2002, um möskvastærðir- og útbúnað varpna til veiða á botnfiski, rækju og humri.

1. gr.

3. mgr. 4. gr. orðist svo: Við veiðar á úthafsrækju fyrir Norðurlandi norðan 65°30'N, milli 12°V og 18°V, og sunnan 66°45'N, milli 18°V og 20°V, skal við rækjuveiðar nota net á legg í a.m.k. 8 öftustu metrum vörpunnar eða smárækjuskilju samkvæmt reglum þar um. Lágmarksmöskvastærð leggpokans á þessu svæði skal vera a.m.k. 40 mm.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast gildi 15. febrúar 2003.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 13. febrúar 2003.

F. h. r.
Jón B. Jónasson.

Þórður Eyþórsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.