Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

5/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 224, 14. mars 2006, um vigtun og skráningu sjávarafla, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

7. tl. 11. gr. orðast svo:

Gerð leyfis sem óskað er eftir þar sem tilgreind er framkvæmd vigtunar á hverri fisk­tegund og eftir atvikum aðferð við úrtaksvigtun.

2. gr.

Við 16. gr. bætist ný mgr. sem orðast svo:

Auk þessa skulu fiskmarkaðir sem úrtaksvigta afla gefa upplýsingar um niðurstöðu brúttó­vigtunar hvers kars eftir því sem við á.

3. gr.

26. gr. orðast svo:

Um vigtun afla á fiskmarkaði fer skv. ákvæðum II. og III. kafla reglugerðar þessarar um endurvigtun og heimavigtun eftir því sem við á. Við úrtaksvigtun afla á fiskmarkaði er heimilt að fara að ákvæðum 14. gr. reglugerðar þessarar eða brúttóvigta hvert kar sérstaklega og vigta afla í tilteknum fjölda íláta í samræmi við 4. gr. auglýsingar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis um lágmarksúrtak við vigtun. Ávallt skal beita sömu aðferð við vigtun úrtaks.

Vigtarnóta skal ávallt send til löndunarhafnar þegar að vigtun lokinni þó eigi síðar en innan tveggja virkra daga frá löndun aflans.

Fiskmarkaði sem heimild hefur til vigtunar afla eftir slægingu í landi ber að vigta afla í samræmi við upplýsingar á vigtarnótu, sbr. 9. gr., eða tilkynningu skipstjóra þegar um er að ræða heimavigtunarleyfishafa.

Afla sem veginn hefur verið á fiskmarkaði og fluttur er til kaupanda skal fylgja vigtarnóta þar sem fram koma þau atriði sem tilgreind eru í 16. gr.

4. gr.

Við 3. mgr. 47. gr. bætist nýr málsliður sem orðast svo:

Á uppboði skulu þorskur, ýsa og karfi boðin upp sérstaklega. Hámarksfjöldi kara sem boðin eru í hverri stæðu er 15 kör. Afla sem keyptur er á uppboði er óheimilt að flytja óunninn úr landi

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar til þess að öðlast gildi 25. janúar 2010. Reglugerð þessi birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 12. janúar 2010.

Jón Bjarnason.

Sigurgeir Þorgeirsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica