Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

413/1973

Reglugerð um starfsmannaráð sjúkrahúsa - Brottfallin

1. gr.

Stofnun starfsmannaráða.

Við hvert sjúkrahús, sem starfar samkvæmt 26. gr. laga um heilbrigðisþjónustu skal starfslið sjúkrahússins kjósa sér fulltrúa og skulu þessir fulltrúar starfsmanna nefnast starfsmannaráð sjúkrahússins.

2. gr.

Hlutverk starfsmannaráða.

Hlutverk starfsmannaráðs er að koma fram sem fulltrúi starfsliðs sjúkrahússins gagnvart sjúkrahússtjórn, svo og kjósa fulltrúa starfsmanna í sjúkrahússtjórnir, sbr. 32. gr. laga um heilbrigðisþjónustu.

Auk þess skal starfsmannaráð kappkosta að annast eftirfarandi:

1. Gefa gaum að endurbótum á sjúkrahúsinu, sem bæði geta haft í för með sér bætta aðstöðu sjúklinga og þeirra, er á sjúkrahúsinu starfa.

2. Miðla upplýsingum frá stjórnendum sjúkrahússins til starfsliðs, einkum varðandi rekstur sjúkrahússins og fyrirhugaðar breytingar.

3. Vera tengiliður milli starfsliðs og stjórnar og koma á framfæri tillögum um breytta starfshætti og aðferðir, vinnuskilyrði og vinnuhagræðingu.

4. Hafa frumkvæði um að öllum öryggisráðstöfunum sé fullnægt í sambandi við tiltekin hættuleg störf í sjúkrahúsinu og er þar einkum átt við hættu á rafmagni, geislun, lofttegundum og því um líku.

5. Hafa frumkvæði um nýmenntun og endurmenntun starfsliðs, svo og hafa hönd í bagga með því hvaða upplýsingar nýju starfsliði eru gefnar, er að sjúkrahúsinu kemur.

Starfsmannaráð kemur öllum tillögum sínum til stjórnenda sjúkrahússins á framfæri með tilstyrk þeirra fulltrúa, er það hefur kjörið í sjúkrahússtjórn.

Starfsmannaráð taka ekki til meðferðar málefni, sem snerta almennar lögfræðilegar skýringar eða skýringar staðbundinna kjarasamninga, svo sem um uppsögn samninga, túlkun þeirra eða samræmingu.

3. gr.

Kjör starfsmannaráðs.

Í fyrsta skipti, er kjör starfsmannaráðs fer fram, skal stjórn sjúkrahússins og framkvæmdastjóri þess sjá um framkvæmd kjörsins.

Kjörgengir i starfsmannaráð sjúkrahúss eru allir þeir er starfa við sjúkrahúsið í hálfu starfi eða meira, og hafa starfað þar að minnsta kosti 6 mánuði samfleytt áður en kjör fer fram.

Í starfsmannaráði má hverju sinni aðeins vera einn fulltrúi hverrar starfsstéttar sjúkrahússins og telst hver menntunarstétt í þessu sambandi ein starfsstétt (læknar, hjúkrunarkonur, sjúkraliðar, meinatæknar o. s. frv.).

Kosning í starfsmannaráð skal fara fram í nóv./ des. annað hvert ár :í kjörfundi, sem stendur a. m. k. 10 klukkustundir. Skal boða til hans með viku fyrirvara. Kosið skal af lista, sem :í eru nöfn allra, sem starfsmenn og stjórnendur sjúkrahússins hafa stungið upp á. Listinn sé hlutaður eftir starfsstéttum og aðeins einum frambjóðanda í hverjum hluta greitt atkvæði, uns valdir hafa verið jafnmargir og kjósa skal, ella er atkvæðaseðill ógildur. Skal stjórn sjúkrahúss sjá um, í fyrsta skipti sem kosið er, að slíkur listi sé gerður.

Í starfsmannaráði skulu sitja 7 fulltrúar. Í fyrsta skipti, sem kosið er, skulu 4 þeir, er flest atkvæði fá, kosnir til fjögurra ára en hinir 3 til tveggja ára, þannig að aldrei skipti um alla ráðsmenn samtímis.

Starfsmannráð kjósa sér sjálf formann, varaformann og ritara og skulu halda gerðabók um fundi sína.

4. gr.

Störf starfsmannaráða.

Starfsmannaráð halda fundi þegar þurfa þykir og eigi sjaldnar en annan hvern mánuð. Starfsmannráð skulu fá aðstöðu til fundarhalds í húsnæði sjúkrahúss og þeir, sem í starfsmannaráð eru kjörnir, skulu hafa heimild til að sækja fundi þess t vinnutíma sínum.

Að minnsta kosti tvisvar á hverju ári skal starfsmannaráð halda almenna fundi með starfsliði sjúkrahússins og skýra þar frá starfi ráðsins og taka fyrir önnur þau mál, er ráðið ákveður.

Starfsmannaráði skal skylt að halda almenna fundi starfsfólks, ef að minnsta kosti þriðjungur starfsmanna óskar eftir því skriflega.

Heimilt er slíkum almennum fundum starfsfólks, er starfsmannaráð stendur fyrir, að kjósa. starfsnefndir til ákveðinna verkefna og starfa þær þá undir stjórn starfsmannaráðsins og skila af sér störfum til þess.

Heimilt er stjórn sjúkrahúss að senda starfsmannaráði til umsagnar ákveðin málefni. Skal þá starfsmannaráð gefa umsögnina svo fljótt sem verða má og eigi síðar en tveim vikum eftir að því barst erindið.

Þegar kjörtímabil starfsmannaráðs eða hluta þess er útrunnið, skal starfsmannaráð í samvinnu við framkvæmdastjóra sjúkrahússins sjá um að kjör nýrra fulltrúa í starfsmannaráð fari fram samkvæmt þeim reglum, sem getið er hér að framan.

5. gr.

Starfsmannaráð ríkisspítala.

Starfsmenn hinna einstöku ríkisspítala, þ. e. Landspítala (ásamt Rannsóknastofu Háskólans) Kleppsspítala, Vífilsstaðaspítala, Kópavogshælis og Kristneshælis, kjósa starfsmannaráð eins og lýst hefur verið hér að framan.

Starfsmannaráð þessara spítala kjósa síðan fulltrúa í sameiginlegt starfsmannaráð ríkisspítala og skal starfsmannaráð ríkisspílalanna sameiginlega vera þannig skipað, að 3 fulltrúar séu úr starfsmannaráðum Kristneshælis og Kópavogshælis, 5 ráðsmenn úr starfsmannaráðum Vífilsstaðaspítala og Kleppsspítala og 7 ráðsmenn úr starfsmannaráði Landspítala eða alls 23 fulltrúar.

Þetta starfsmannaráð ríkisspítala kýs sér sjálft formann, varaformann og ritara. Það skal kjósa þá fulltrúa, sem starfsmannaráð ríkisspítala ber að tilnefna í stjórnarnefnd ríkisspítala samkvæmt 32. grein laga um heilbrigðisþjónustu. Jafnmarga menn skal kjósa til vara. Í fyrsta sinn skal annar fulltrúinn kosinn til fjögurra ára og hinn til tveggja ára og gegnir sama máli um varamenn.

Starfsmannaráð ríkisspítala skal halda fundi eigi sjaldnar en einu sinni á ári, og oftar ef þurfa þykir. Það getur tekið til meðferðar mál, sem eru sameiginleg fyrir ríkisspítalana alla svo og mál, sem stjórnarnefnd vísar til umsagnar ráðsins.

Að öðru leyti gilda, eftir því sem við getur átt, ákvæðin hér að framan um starfsmannaráð sjúkrahúsa.

6. gr.

Ýmis ákvæði.

Kjör í starfsmannaráð skal í fyrsta sinn fara fram svo fljótt, sem við verður komið, og eigi síðar en fyrir 1. mars 1974.

Þar sem með stjórn sjúkrahúsa fara kjörnir fulltrúar sveitarfélaga eða annarra

eigenda, skal hin nýja skipan um stjórn samkvæmt lögum nr. 56/ 1973 taka gildi þegar kjörtímabili viðkomandi stjórnar lýkur.

Starfsmannaráð einstakra sjúkrahúsa geta sett sér ítarlegri starfsreglur en hér er getið og öðlast þær starfsreglur gildi, ef stjórn sjúkrahússins staðfestir þær.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 34. grein laga nr. 56/1973 og öðlast gildi hinn 1. janúar 1974.

Heilbrigðis- og trygginqamálaráðuneytið, 28. desember 1973.

Magnús Kjartansson.

Páll Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica