Fjármálaráðuneyti

614/2012

Reglugerð um breytingu (2) á reglugerð nr. 755/2007, um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti. - Brottfallin

1. gr.

4. gr. orðist svo:

Viðmiðunarfjárhæðir vegna skyldu til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 16. og 61. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/17/EB, sbr. reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1251/2011 um breytingu á viðmiðunarfjárhæðum í tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2004/17/EB og 2004/18/EB, skulu vera sem hér segir:

66.278.416 kr. þegar um er að ræða vöru- og þjónustusamninga,
828.480.200 kr. þegar um er að ræða verksamninga,
66.278.416 kr. þegar um er að ræða hönnunarsamkeppni.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1251/2011 frá 30. nóvember 2011 um breytingu á tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2004/17/EB, 2004/18/EB og 2009/81/EB að því er varðar beitingu viðmiðunarfjárhæða við útboð og gerð samninga, sem vísað er til í XVI. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/2012, þann 31. mars 2012.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 3. mgr. 7. gr. og 78. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 29. júní 2012.

F. h. r.

Þórhallur Arason.

Guðrún Ögmundsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica