Fjármálaráðuneyti

988/2007

Reglugerð um úthlutun og greiðslu fjárframlags ársins 2007 til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða. - Brottfallin

1. gr.

Jöfnun örorkubyrði lífeyrissjóða.

Stuðla skal að því að mismunandi örorkubyrði lífeyrissjóða verði jöfnuð eins og nánar greinir í reglugerð þessari. Til að ná því markmiði skal ríkissjóður veita árlegu fjár­framlagi til lífeyrissjóða samkvæmt ákvæðum VI. kafla laga nr. 113/1990, um trygginga­gjald, með síðari breytingum.

Í samræmi við VI. kafla laga nr. 113/1990, skal fjárframlag ríkissjóðs til jöfnunar örorku­byrði lífeyrissjóða fyrir árið 2007 nema 0,15% af gjaldstofni tryggingagjalds skv. III. kafla laga nr. 113/1990. Framlagið skal greitt í október og byggjast á upplýsingum ríkis­reiknings um áætlaðan gjaldstofn tryggingagjalds næstliðins árs.

Fjármálaráðuneytið annast úthlutun og greiðslu framlags til jöfnunar örorkubyrði lífeyris­sjóða samkvæmt reglugerð þessari.

2. gr.

Skipting framlagsins milli lífeyrissjóða.

Framlagi til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða skal skipt milli lífeyrissjóða með eftirfarandi hætti:

  1. Fundin er hlutdeild hvers lífeyrissjóðs í heildarörorkulífeyrisgreiðslum allra lífeyris­sjóða á næstliðnu ári.
  2. Fundin er hlutdeild hvers lífeyrissjóðs í skuldbindingum lífeyrissjóða til greiðslu örorkulífeyris umfram 10% af heildar lífeyrisskuldbindingum sjóðanna í framtíðinni vegna væntanlegra iðgjalda miðað við tryggingafræðilega stöðu lífeyrissjóða við lok næstliðins árs. Nú hefur lífeyrissjóður nýtt heimild samkvæmt lögum um skyldu­tryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, til þess að ákveða lágmark tryggingaverndar þannig að iðgjaldi sé varið að hluta til öflunar lífeyris­réttinda í séreign og skal þá verðmæti iðgjaldsgreiðslna vegna réttinda sem aflað er í séreign talið til skuldbindinga sjóðsins í framtíðinni þegar fundin er hlut­deild sjóðsins skv. 1. málsl.
  3. Meðaltalshlutfall skv. 1. og 2. tölul. myndar hlutdeild hvers lífeyrissjóðs í framlagi til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða.

3. gr.

Úthlutun fjárframlags árið 2007.

Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 177/2006, um breytingu á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, skal fjárframlag til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða fyrir árið 2007 eingöngu renna til lífeyrissjóða á samningssviði Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. Áætlaður gjaldstofn tryggingagjalds árið 2006 nemur sam­kvæmt ríkisreikningi 2006 samtals 638.747.286.848 kr. og er áætlað fjárframlag ársins 2007 til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða því með vísan til 1. gr. samtals 958.120.930 kr. og skiptist það milli lífeyrissjóða á samningssviði Samtaka atvinnulífsins og Alþýðu­sambands Íslands sem hér segir:

Lífeyrissjóðir

Fjárhæð kr.

Hlutfall

Eftirlaunasjóður Sláturfélags Suðurlands

383.248

0,040%

Eftirlaunasjóður starfsmanna Olíuverslunar Íslands

191.624

0,020%

Festa, lífeyrissjóður

99.740.389

10,410%

Gildi, lífeyrissjóður

370.026.303

38,620%

Lífeyrissjóður Eimskipafélags Íslands hf.

1.389.275

0,145%

Lífeyrissjóður Austurlands

54.900.329

5,730%

Lífeyrissjóður Mjólkursamsölunnar

958.121

0,100%

Lífeyrissjóður Norðurlands

90.925.676

9,490%

Lífeyrissjóður Rangæinga

6.084.068

0,635%

Lífeyrissjóður starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins

191.624

0,020%

Lífeyrissjóður verslunarmanna

179.312.332

18,715%

Lífeyrissjóður Vestfirðinga

29.366.406

3,065%

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja

29.318.500

3,060%

Lífeyrissjóðurinn Skjöldur

47.906

0,005%

Sameinaði lífeyrissjóðurinn, aldursdeild

21.222.379

2,215%

Sameinaði lífeyrissjóðurinn, stigadeild

38.708.086

4,040%

Stafir, lífeyrissjóður

35.354.662

3,690%

Við greiðslu fjárframlags ársins 2008, í október 2008, skal endurreikna, og leiðrétta ef þörf er á, fjárframlag ársins 2007 á grundvelli endurskoðaðra upplýsinga um gjaldstofn tryggingagjalds ársins 2006.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 22. gr. laga nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 17. október 2007.

Árni M. Mathiesen.

Baldur Guðlaugsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica